Magic hefur byrjað tímabilið vel og tyllti sér á toppinn í austrinu með sigrinum. Magic voru miklu betri aðilinn og náðu mest 36 stiga forskoti í leiknum en lokatölur urðu 114-87. Evan Fournier stigahæstur í liði Magic með 25 stig en LaMarcus Aldridge setti niður 24 stig fyrir Spurs sem léku án sinnar skærustu stjörnu, Kawhi Leonard.
New York Knicks vann sinn fyrsta sigur þegar liðið burstaði nágranna sína í Brooklyn Nets 107-86. Lettinn Kristaps Porzingis hefur byrjað tímabilið vel og hélt uppteknum hætti í nótt en hann var stigahæsti maður vallarins með 30 stig.
Oklahoma City Thunder hafa hikstað í upphafi móts og þeir töpuðu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í hörkuleik. Miðherjinn Karl Anthony Towns átti frábæran leik fyrir Úlfana, setti niður 33 stig og tók 19 fráköst. Russel Westbrook stigahæstur hjá Thunder með 27 stig.
Kevin Durant var stigahæstur hjá Golden State Warriors með 31 stig í 120-117 sigri á Washington Wizards. Þá gerði James Harden sér lítið fyrir og hlóð í þrefalda tvennu í öruggum sigri Houston Rockets á Charlotte Hornets. 27 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar hjá kappanum.
Úrslit næturinnar
Charlotte Hornets 93-109 Houston Rockets
Orlando Magic 114-87 San Antonio Spurs
Atlanta Hawks 100-105 Denver Nuggets
New York Knicks 107-86 Brooklyn Nets
Minnesota Timberwolves 119-116 Oklahoma City Thunder
Golden State Warriors 120-117 Washington Wizards
Los Angeles Lakers 92-101 Toronto Raptors