Vísindastefna fjarri raunveruleika? Stjórn Vísindafélags Íslendinga skrifar 11. október 2017 07:00 Á Vísindaþingi í síðasta mánuði var kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, en síðasta stefna rann sitt skeið í lok síðasta árs. Í stefnunni er farið hástemmdum orðum um mikilvægi vísinda og menntunar fyrir nútímasamfélag. Þó virðist hún ekki vera í tengslum við þann raunveruleika sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi og endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu. Til dæmis er talað um að á Íslandi sé öflugt rannsóknaumhverfi á mörgum sviðum, en ekki er horfst í augu við þær staðreyndir að rannsókna- og nýsköpunarumhverfið hér sé mjög brotakennt og öll umgjörð um það veikburða. Þetta er m.a. niðurstaða jafningjamats af hendi Evrópusambandsins sem gert var í tengslum við síðustu stefnu ráðsins en nú virðist vera búið að stinga þeirri úttekt undir stól. Það vekur líka athygli að stærstu fjármögnunarmarkmið stefnunnar eru endurunnin úr síðustu stefnu, en færð aftur um hálfan áratug. Þessi markmið, annars vegar að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái 3% af vergri landsframleiðslu og hins vegar að fjármögnun háskólastigsins nái fyrst meðaltali OECD-landanna og síðan Norðurlandanna, eru vissulega nauðsynleg en að sama skapi mjög afhjúpandi. Stefnum Vísinda- og tækniráðs hefur nefnilega aldrei verið framfylgt, en nýjar stefnur voru settar fram árin 2003, 2006, 2010 og 2013 og svo núna. Því hefur þurft að setja sömu markmiðin aftur og aftur á meðan stefnurnar hafa dagað uppi sem dauð skjöl í skúffum ráðuneyta.Skortur á pólitískum vilja Á Íslandi hefur um langa hríð skort pólitískan vilja til að auka fjármögnun fyrir vísindi og háskólamenntun og endurspeglast það í vanefndum á stefnumörkun sem þó er sett fram í nafni ráðherra. Það verður samt að taka fram að eftir að síðasta stefna tók gildi fór af stað vinna við aðgerðaáætlun til að hrinda stefnunni í framkvæmd. Vakti sú vinna miklar vonir meðal vísindafólks um að nú stæði til að setja af stað metnaðarfullt starf til þess að bæta úr málum. Botninn virðist hins vegar hafa dottið úr því starfi þegar í ljós kom að hagtölur tengdar fjármögnun vísinda höfðu verið rangar og að við værum enn meiri eftirbátar samanburðarþjóða en við gerðum okkur grein fyrir. Í stað þess að gefa í og halda í markmiðin missti fólk móðinn og gafst upp. Einn hornsteinn fjármögnunar á vísindastarfi á Íslandi eru samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs: Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður og Innviðasjóður. Það skýtur skökku við að ekki sé minnst á þessa sjóði nema í framhjáhlaupi í stefnunni, og þeim virðist því ekki ætlaður sá stóri sess sem þeir hafa haft í fjármögnun rannsókna og tækniþróunar fram að þessu. Jafnframt hefur pólitísk umræða um sjóðina síðustu misseri einhvern veginn litast af því að fólk telji að fjármögnun sjóðanna sé nú í höfn eftir að þeir fengu innspýtingu árin 2014 og 2015. Raunveruleikinn er hins vegar annar. Þær fjárhæðir sem einstakir vísindahópar geta sótt í sjóðina eru mun lægri en það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Hér eru innviðir sem snúa að rannsóknarhópum jafnframt veikburða og því verður enn minna úr því fjármagni sem sótt er í sjóðina en ef innviðir og umgjörð um vísindi væru ásættanleg. Jafnframt hefur launaskrið undanfarinna ára dregið verulega úr raunvirði þeirra styrkja sem veittir eru úr sjóðunum. Þetta er alvarlegt ástand þegar við áttum okkur á því að stærstu útgjöld af styrkfé eru laun ungra vísindamanna sem fá tækifæri til þess að taka sín fyrstu skref í rannsóknum með fjármögnun úr sjóðunum. Sjóðirnir eru því grundvöllur þjálfunar ungra vísindamanna og alger forsenda þess að þau ungmenni blómstri síðar og leggi sitt fram til eflingar íslensks vísindastarfs. Stefnunni til hróss má samt segja að þar er nú sérstaklega tekið á eflingu vísindainnviða. Við bindum miklar vonir við þá úttekt á innviðum í íslensku vísindaumhverfi sem verður framkvæmd, þar sem samkeppnishæfi íslenskra vísindamanna takmarkast að miklu leyti við þá innviði sem hér eru til staðar. Loks viljum við taka fram að þótt markmiðin sem sett eru fram í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs séu ekki eins háleit og við hefðum viljað myndum við vel við una ef stjórnvöld tækju sig til og fylgdu stefnunni eftir af einurð. Við skorum því á þau stjórnvöld sem hér taka við stjórnartaumunum eftir kosningar að leyfa ekki málefnum vísinda og háskólamenntunar að daga uppi eina ferðina enn heldur stuðla að andlegri og veraldlegri velmegun landsins með því að tryggja þessum málum farveg til frambúðar. Erna Magnúsdóttir Háskóla ÍslandsEyja M. Brynjarsdóttir Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson Háskólanum í ReykjavíkHenning Úlfarsson Háskólanum í ReykjavíkSnævar Sigurðsson Íslenskri erfðagreininguViðar Halldórsson Háskóla Íslands í stjórn Vísindafélags Íslendinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Vísindi Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Á Vísindaþingi í síðasta mánuði var kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, en síðasta stefna rann sitt skeið í lok síðasta árs. Í stefnunni er farið hástemmdum orðum um mikilvægi vísinda og menntunar fyrir nútímasamfélag. Þó virðist hún ekki vera í tengslum við þann raunveruleika sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi og endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu. Til dæmis er talað um að á Íslandi sé öflugt rannsóknaumhverfi á mörgum sviðum, en ekki er horfst í augu við þær staðreyndir að rannsókna- og nýsköpunarumhverfið hér sé mjög brotakennt og öll umgjörð um það veikburða. Þetta er m.a. niðurstaða jafningjamats af hendi Evrópusambandsins sem gert var í tengslum við síðustu stefnu ráðsins en nú virðist vera búið að stinga þeirri úttekt undir stól. Það vekur líka athygli að stærstu fjármögnunarmarkmið stefnunnar eru endurunnin úr síðustu stefnu, en færð aftur um hálfan áratug. Þessi markmið, annars vegar að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái 3% af vergri landsframleiðslu og hins vegar að fjármögnun háskólastigsins nái fyrst meðaltali OECD-landanna og síðan Norðurlandanna, eru vissulega nauðsynleg en að sama skapi mjög afhjúpandi. Stefnum Vísinda- og tækniráðs hefur nefnilega aldrei verið framfylgt, en nýjar stefnur voru settar fram árin 2003, 2006, 2010 og 2013 og svo núna. Því hefur þurft að setja sömu markmiðin aftur og aftur á meðan stefnurnar hafa dagað uppi sem dauð skjöl í skúffum ráðuneyta.Skortur á pólitískum vilja Á Íslandi hefur um langa hríð skort pólitískan vilja til að auka fjármögnun fyrir vísindi og háskólamenntun og endurspeglast það í vanefndum á stefnumörkun sem þó er sett fram í nafni ráðherra. Það verður samt að taka fram að eftir að síðasta stefna tók gildi fór af stað vinna við aðgerðaáætlun til að hrinda stefnunni í framkvæmd. Vakti sú vinna miklar vonir meðal vísindafólks um að nú stæði til að setja af stað metnaðarfullt starf til þess að bæta úr málum. Botninn virðist hins vegar hafa dottið úr því starfi þegar í ljós kom að hagtölur tengdar fjármögnun vísinda höfðu verið rangar og að við værum enn meiri eftirbátar samanburðarþjóða en við gerðum okkur grein fyrir. Í stað þess að gefa í og halda í markmiðin missti fólk móðinn og gafst upp. Einn hornsteinn fjármögnunar á vísindastarfi á Íslandi eru samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs: Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður og Innviðasjóður. Það skýtur skökku við að ekki sé minnst á þessa sjóði nema í framhjáhlaupi í stefnunni, og þeim virðist því ekki ætlaður sá stóri sess sem þeir hafa haft í fjármögnun rannsókna og tækniþróunar fram að þessu. Jafnframt hefur pólitísk umræða um sjóðina síðustu misseri einhvern veginn litast af því að fólk telji að fjármögnun sjóðanna sé nú í höfn eftir að þeir fengu innspýtingu árin 2014 og 2015. Raunveruleikinn er hins vegar annar. Þær fjárhæðir sem einstakir vísindahópar geta sótt í sjóðina eru mun lægri en það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Hér eru innviðir sem snúa að rannsóknarhópum jafnframt veikburða og því verður enn minna úr því fjármagni sem sótt er í sjóðina en ef innviðir og umgjörð um vísindi væru ásættanleg. Jafnframt hefur launaskrið undanfarinna ára dregið verulega úr raunvirði þeirra styrkja sem veittir eru úr sjóðunum. Þetta er alvarlegt ástand þegar við áttum okkur á því að stærstu útgjöld af styrkfé eru laun ungra vísindamanna sem fá tækifæri til þess að taka sín fyrstu skref í rannsóknum með fjármögnun úr sjóðunum. Sjóðirnir eru því grundvöllur þjálfunar ungra vísindamanna og alger forsenda þess að þau ungmenni blómstri síðar og leggi sitt fram til eflingar íslensks vísindastarfs. Stefnunni til hróss má samt segja að þar er nú sérstaklega tekið á eflingu vísindainnviða. Við bindum miklar vonir við þá úttekt á innviðum í íslensku vísindaumhverfi sem verður framkvæmd, þar sem samkeppnishæfi íslenskra vísindamanna takmarkast að miklu leyti við þá innviði sem hér eru til staðar. Loks viljum við taka fram að þótt markmiðin sem sett eru fram í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs séu ekki eins háleit og við hefðum viljað myndum við vel við una ef stjórnvöld tækju sig til og fylgdu stefnunni eftir af einurð. Við skorum því á þau stjórnvöld sem hér taka við stjórnartaumunum eftir kosningar að leyfa ekki málefnum vísinda og háskólamenntunar að daga uppi eina ferðina enn heldur stuðla að andlegri og veraldlegri velmegun landsins með því að tryggja þessum málum farveg til frambúðar. Erna Magnúsdóttir Háskóla ÍslandsEyja M. Brynjarsdóttir Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson Háskólanum í ReykjavíkHenning Úlfarsson Háskólanum í ReykjavíkSnævar Sigurðsson Íslenskri erfðagreininguViðar Halldórsson Háskóla Íslands í stjórn Vísindafélags Íslendinga
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun