Vísindastefna fjarri raunveruleika? Stjórn Vísindafélags Íslendinga skrifar 11. október 2017 07:00 Á Vísindaþingi í síðasta mánuði var kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, en síðasta stefna rann sitt skeið í lok síðasta árs. Í stefnunni er farið hástemmdum orðum um mikilvægi vísinda og menntunar fyrir nútímasamfélag. Þó virðist hún ekki vera í tengslum við þann raunveruleika sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi og endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu. Til dæmis er talað um að á Íslandi sé öflugt rannsóknaumhverfi á mörgum sviðum, en ekki er horfst í augu við þær staðreyndir að rannsókna- og nýsköpunarumhverfið hér sé mjög brotakennt og öll umgjörð um það veikburða. Þetta er m.a. niðurstaða jafningjamats af hendi Evrópusambandsins sem gert var í tengslum við síðustu stefnu ráðsins en nú virðist vera búið að stinga þeirri úttekt undir stól. Það vekur líka athygli að stærstu fjármögnunarmarkmið stefnunnar eru endurunnin úr síðustu stefnu, en færð aftur um hálfan áratug. Þessi markmið, annars vegar að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái 3% af vergri landsframleiðslu og hins vegar að fjármögnun háskólastigsins nái fyrst meðaltali OECD-landanna og síðan Norðurlandanna, eru vissulega nauðsynleg en að sama skapi mjög afhjúpandi. Stefnum Vísinda- og tækniráðs hefur nefnilega aldrei verið framfylgt, en nýjar stefnur voru settar fram árin 2003, 2006, 2010 og 2013 og svo núna. Því hefur þurft að setja sömu markmiðin aftur og aftur á meðan stefnurnar hafa dagað uppi sem dauð skjöl í skúffum ráðuneyta.Skortur á pólitískum vilja Á Íslandi hefur um langa hríð skort pólitískan vilja til að auka fjármögnun fyrir vísindi og háskólamenntun og endurspeglast það í vanefndum á stefnumörkun sem þó er sett fram í nafni ráðherra. Það verður samt að taka fram að eftir að síðasta stefna tók gildi fór af stað vinna við aðgerðaáætlun til að hrinda stefnunni í framkvæmd. Vakti sú vinna miklar vonir meðal vísindafólks um að nú stæði til að setja af stað metnaðarfullt starf til þess að bæta úr málum. Botninn virðist hins vegar hafa dottið úr því starfi þegar í ljós kom að hagtölur tengdar fjármögnun vísinda höfðu verið rangar og að við værum enn meiri eftirbátar samanburðarþjóða en við gerðum okkur grein fyrir. Í stað þess að gefa í og halda í markmiðin missti fólk móðinn og gafst upp. Einn hornsteinn fjármögnunar á vísindastarfi á Íslandi eru samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs: Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður og Innviðasjóður. Það skýtur skökku við að ekki sé minnst á þessa sjóði nema í framhjáhlaupi í stefnunni, og þeim virðist því ekki ætlaður sá stóri sess sem þeir hafa haft í fjármögnun rannsókna og tækniþróunar fram að þessu. Jafnframt hefur pólitísk umræða um sjóðina síðustu misseri einhvern veginn litast af því að fólk telji að fjármögnun sjóðanna sé nú í höfn eftir að þeir fengu innspýtingu árin 2014 og 2015. Raunveruleikinn er hins vegar annar. Þær fjárhæðir sem einstakir vísindahópar geta sótt í sjóðina eru mun lægri en það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Hér eru innviðir sem snúa að rannsóknarhópum jafnframt veikburða og því verður enn minna úr því fjármagni sem sótt er í sjóðina en ef innviðir og umgjörð um vísindi væru ásættanleg. Jafnframt hefur launaskrið undanfarinna ára dregið verulega úr raunvirði þeirra styrkja sem veittir eru úr sjóðunum. Þetta er alvarlegt ástand þegar við áttum okkur á því að stærstu útgjöld af styrkfé eru laun ungra vísindamanna sem fá tækifæri til þess að taka sín fyrstu skref í rannsóknum með fjármögnun úr sjóðunum. Sjóðirnir eru því grundvöllur þjálfunar ungra vísindamanna og alger forsenda þess að þau ungmenni blómstri síðar og leggi sitt fram til eflingar íslensks vísindastarfs. Stefnunni til hróss má samt segja að þar er nú sérstaklega tekið á eflingu vísindainnviða. Við bindum miklar vonir við þá úttekt á innviðum í íslensku vísindaumhverfi sem verður framkvæmd, þar sem samkeppnishæfi íslenskra vísindamanna takmarkast að miklu leyti við þá innviði sem hér eru til staðar. Loks viljum við taka fram að þótt markmiðin sem sett eru fram í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs séu ekki eins háleit og við hefðum viljað myndum við vel við una ef stjórnvöld tækju sig til og fylgdu stefnunni eftir af einurð. Við skorum því á þau stjórnvöld sem hér taka við stjórnartaumunum eftir kosningar að leyfa ekki málefnum vísinda og háskólamenntunar að daga uppi eina ferðina enn heldur stuðla að andlegri og veraldlegri velmegun landsins með því að tryggja þessum málum farveg til frambúðar. Erna Magnúsdóttir Háskóla ÍslandsEyja M. Brynjarsdóttir Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson Háskólanum í ReykjavíkHenning Úlfarsson Háskólanum í ReykjavíkSnævar Sigurðsson Íslenskri erfðagreininguViðar Halldórsson Háskóla Íslands í stjórn Vísindafélags Íslendinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Vísindi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Vísindaþingi í síðasta mánuði var kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, en síðasta stefna rann sitt skeið í lok síðasta árs. Í stefnunni er farið hástemmdum orðum um mikilvægi vísinda og menntunar fyrir nútímasamfélag. Þó virðist hún ekki vera í tengslum við þann raunveruleika sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi og endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu. Til dæmis er talað um að á Íslandi sé öflugt rannsóknaumhverfi á mörgum sviðum, en ekki er horfst í augu við þær staðreyndir að rannsókna- og nýsköpunarumhverfið hér sé mjög brotakennt og öll umgjörð um það veikburða. Þetta er m.a. niðurstaða jafningjamats af hendi Evrópusambandsins sem gert var í tengslum við síðustu stefnu ráðsins en nú virðist vera búið að stinga þeirri úttekt undir stól. Það vekur líka athygli að stærstu fjármögnunarmarkmið stefnunnar eru endurunnin úr síðustu stefnu, en færð aftur um hálfan áratug. Þessi markmið, annars vegar að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái 3% af vergri landsframleiðslu og hins vegar að fjármögnun háskólastigsins nái fyrst meðaltali OECD-landanna og síðan Norðurlandanna, eru vissulega nauðsynleg en að sama skapi mjög afhjúpandi. Stefnum Vísinda- og tækniráðs hefur nefnilega aldrei verið framfylgt, en nýjar stefnur voru settar fram árin 2003, 2006, 2010 og 2013 og svo núna. Því hefur þurft að setja sömu markmiðin aftur og aftur á meðan stefnurnar hafa dagað uppi sem dauð skjöl í skúffum ráðuneyta.Skortur á pólitískum vilja Á Íslandi hefur um langa hríð skort pólitískan vilja til að auka fjármögnun fyrir vísindi og háskólamenntun og endurspeglast það í vanefndum á stefnumörkun sem þó er sett fram í nafni ráðherra. Það verður samt að taka fram að eftir að síðasta stefna tók gildi fór af stað vinna við aðgerðaáætlun til að hrinda stefnunni í framkvæmd. Vakti sú vinna miklar vonir meðal vísindafólks um að nú stæði til að setja af stað metnaðarfullt starf til þess að bæta úr málum. Botninn virðist hins vegar hafa dottið úr því starfi þegar í ljós kom að hagtölur tengdar fjármögnun vísinda höfðu verið rangar og að við værum enn meiri eftirbátar samanburðarþjóða en við gerðum okkur grein fyrir. Í stað þess að gefa í og halda í markmiðin missti fólk móðinn og gafst upp. Einn hornsteinn fjármögnunar á vísindastarfi á Íslandi eru samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs: Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður og Innviðasjóður. Það skýtur skökku við að ekki sé minnst á þessa sjóði nema í framhjáhlaupi í stefnunni, og þeim virðist því ekki ætlaður sá stóri sess sem þeir hafa haft í fjármögnun rannsókna og tækniþróunar fram að þessu. Jafnframt hefur pólitísk umræða um sjóðina síðustu misseri einhvern veginn litast af því að fólk telji að fjármögnun sjóðanna sé nú í höfn eftir að þeir fengu innspýtingu árin 2014 og 2015. Raunveruleikinn er hins vegar annar. Þær fjárhæðir sem einstakir vísindahópar geta sótt í sjóðina eru mun lægri en það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Hér eru innviðir sem snúa að rannsóknarhópum jafnframt veikburða og því verður enn minna úr því fjármagni sem sótt er í sjóðina en ef innviðir og umgjörð um vísindi væru ásættanleg. Jafnframt hefur launaskrið undanfarinna ára dregið verulega úr raunvirði þeirra styrkja sem veittir eru úr sjóðunum. Þetta er alvarlegt ástand þegar við áttum okkur á því að stærstu útgjöld af styrkfé eru laun ungra vísindamanna sem fá tækifæri til þess að taka sín fyrstu skref í rannsóknum með fjármögnun úr sjóðunum. Sjóðirnir eru því grundvöllur þjálfunar ungra vísindamanna og alger forsenda þess að þau ungmenni blómstri síðar og leggi sitt fram til eflingar íslensks vísindastarfs. Stefnunni til hróss má samt segja að þar er nú sérstaklega tekið á eflingu vísindainnviða. Við bindum miklar vonir við þá úttekt á innviðum í íslensku vísindaumhverfi sem verður framkvæmd, þar sem samkeppnishæfi íslenskra vísindamanna takmarkast að miklu leyti við þá innviði sem hér eru til staðar. Loks viljum við taka fram að þótt markmiðin sem sett eru fram í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs séu ekki eins háleit og við hefðum viljað myndum við vel við una ef stjórnvöld tækju sig til og fylgdu stefnunni eftir af einurð. Við skorum því á þau stjórnvöld sem hér taka við stjórnartaumunum eftir kosningar að leyfa ekki málefnum vísinda og háskólamenntunar að daga uppi eina ferðina enn heldur stuðla að andlegri og veraldlegri velmegun landsins með því að tryggja þessum málum farveg til frambúðar. Erna Magnúsdóttir Háskóla ÍslandsEyja M. Brynjarsdóttir Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson Háskólanum í ReykjavíkHenning Úlfarsson Háskólanum í ReykjavíkSnævar Sigurðsson Íslenskri erfðagreininguViðar Halldórsson Háskóla Íslands í stjórn Vísindafélags Íslendinga
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun