Kynfrelsi og samþykki Jón Steindór Valdimarsson skrifar 14. október 2017 12:18 Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum. Breyting á skilgreiningu nauðgunar er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað og eru enn ríkjandi eða eimir sterkt af á mörgum stöðum. Hverfa þarf frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Þá eru þau viðhorf lífseig að þegar fólk er í sambandi, hvort sem það er innan hjónabands eða utan, ryðji það með einhverjum hætti úr vegi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þegar kynlíf á í hlut. Klámvæðing og hlutgerving kvenna ýtir enn frekar undir að líta á konur sem kynverur fyrst og fremst sem séu með einhverju móti til þess eins að svala þörf karla fyrir kynlíf. Í vor lagði höfundur, ásamt öðrum þingmönnun Viðreisnar, fram frumvarp sem hefur að markmiði að draga úr kynferðisafbrotum og breyta viðhorfum með nútímalegri skilgreiningu á afbrotinu nauðgun. Lagt er til að að samþykki verði sett í forgrunn, með öðrum orðum að sá, sem á samræði eða önnur kynferðismök við annan án samþykkis hans, sé sekur um nauðgun. Þannig er það skortur á samþykki til samræðis eða annarra kynferðismaka sem skilgreinir nauðgunina. Samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum þarf að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Nauðsynlegt er að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Þekkt er að þolendur nauðgana geta ekki í öllum tilvikum veitt geranda mótspyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lamast af hræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi viðbrögð eru algeng og að gerandi þarf þá ekki að beita miklu líkamlegu afli til að ná fram vilja sínum. Það verður sömuleiðis til þess að í reynd er óalgengt að þolendur beri mikla líkamlega áverka eftir nauðgun. Sýnilegt líkamlegt ofbeldi er því ekki sérstaklega algengt í kærumálum vegna nauðgana. Ný skilgreining á nauðgun er vissulega engin töfralausn. Hún felur í sér að mikilvægi kynfrelsis er gert mun hærra undir höfði en áður og verður til þess, samhliða aukinni fræðslu, að fólk verði meðvitað um mikilvægi þess að samþykki liggi fyrir þegar kynferðislegar athafnir eiga í hlut. Almenn varnaðaráhrif slíks ákvæðis geta orðið mikil. Líklegt er að einstaklingar verði meðvitaðri um mikilvægi þess að samþykki er alltaf forsenda kynferðislegra athafna. Einn helsti sérfræðingur Ragnheiðar Bragadóttur, prófessor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands hefur fagnað frumvarpinu og telur að það sé mjög til bóta. Á sviði kynbundis ofbeldid er enn margt ógert, t.d. eru lögregla og ákæruvald að drukkna í fjölda mála. Málsmeðferðartími kynferðisbrotamála er of langur. Það er þungbært fyrir þolendur að þurfa bíða eftir því mánuðum og jafnvel árum saman að vita hvernig mál þeirra fara innan kerfisins. Hluti af því að sýna að samfélagið taki þessi brot alvarlega er þess vegna að lögregla og ákæruvald hafi burði til þess að vinna að þessu málum ekki aðeins faglega heldur líka innan eðlilegra tímamarka. Með stöðugt vaxandi þætti samfélagsmiðla og jafnvel sérstakra vefsíðna sem miðla stafrænu kynferðisofbeldi hefur tíðni glæpanna aukist verulega. Brotin eru alvarleg gagnvart friðhelgi þolendanna og afleiðingarnar oft og tíðum langvarandi. Afar torvelt er, ef ekki útilokað, að eyða að fullu myndefni sem dreift hefur verið á netinu. Hér þarf bæði fræðslu, forvarnir og breytta löggjöf til að stemma stigu við þessum áfögnuði. Viðreisn hefur sýnt og sannað að barátta fyrir jafnrétti er grunnstef í stefnu og störfum flokksins og þar ætlum við áfram að ganga fumlaust til verka.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður fyrir Viðreisn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2017 Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum. Breyting á skilgreiningu nauðgunar er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað og eru enn ríkjandi eða eimir sterkt af á mörgum stöðum. Hverfa þarf frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Þá eru þau viðhorf lífseig að þegar fólk er í sambandi, hvort sem það er innan hjónabands eða utan, ryðji það með einhverjum hætti úr vegi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þegar kynlíf á í hlut. Klámvæðing og hlutgerving kvenna ýtir enn frekar undir að líta á konur sem kynverur fyrst og fremst sem séu með einhverju móti til þess eins að svala þörf karla fyrir kynlíf. Í vor lagði höfundur, ásamt öðrum þingmönnun Viðreisnar, fram frumvarp sem hefur að markmiði að draga úr kynferðisafbrotum og breyta viðhorfum með nútímalegri skilgreiningu á afbrotinu nauðgun. Lagt er til að að samþykki verði sett í forgrunn, með öðrum orðum að sá, sem á samræði eða önnur kynferðismök við annan án samþykkis hans, sé sekur um nauðgun. Þannig er það skortur á samþykki til samræðis eða annarra kynferðismaka sem skilgreinir nauðgunina. Samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum þarf að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Nauðsynlegt er að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Þekkt er að þolendur nauðgana geta ekki í öllum tilvikum veitt geranda mótspyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lamast af hræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi viðbrögð eru algeng og að gerandi þarf þá ekki að beita miklu líkamlegu afli til að ná fram vilja sínum. Það verður sömuleiðis til þess að í reynd er óalgengt að þolendur beri mikla líkamlega áverka eftir nauðgun. Sýnilegt líkamlegt ofbeldi er því ekki sérstaklega algengt í kærumálum vegna nauðgana. Ný skilgreining á nauðgun er vissulega engin töfralausn. Hún felur í sér að mikilvægi kynfrelsis er gert mun hærra undir höfði en áður og verður til þess, samhliða aukinni fræðslu, að fólk verði meðvitað um mikilvægi þess að samþykki liggi fyrir þegar kynferðislegar athafnir eiga í hlut. Almenn varnaðaráhrif slíks ákvæðis geta orðið mikil. Líklegt er að einstaklingar verði meðvitaðri um mikilvægi þess að samþykki er alltaf forsenda kynferðislegra athafna. Einn helsti sérfræðingur Ragnheiðar Bragadóttur, prófessor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands hefur fagnað frumvarpinu og telur að það sé mjög til bóta. Á sviði kynbundis ofbeldid er enn margt ógert, t.d. eru lögregla og ákæruvald að drukkna í fjölda mála. Málsmeðferðartími kynferðisbrotamála er of langur. Það er þungbært fyrir þolendur að þurfa bíða eftir því mánuðum og jafnvel árum saman að vita hvernig mál þeirra fara innan kerfisins. Hluti af því að sýna að samfélagið taki þessi brot alvarlega er þess vegna að lögregla og ákæruvald hafi burði til þess að vinna að þessu málum ekki aðeins faglega heldur líka innan eðlilegra tímamarka. Með stöðugt vaxandi þætti samfélagsmiðla og jafnvel sérstakra vefsíðna sem miðla stafrænu kynferðisofbeldi hefur tíðni glæpanna aukist verulega. Brotin eru alvarleg gagnvart friðhelgi þolendanna og afleiðingarnar oft og tíðum langvarandi. Afar torvelt er, ef ekki útilokað, að eyða að fullu myndefni sem dreift hefur verið á netinu. Hér þarf bæði fræðslu, forvarnir og breytta löggjöf til að stemma stigu við þessum áfögnuði. Viðreisn hefur sýnt og sannað að barátta fyrir jafnrétti er grunnstef í stefnu og störfum flokksins og þar ætlum við áfram að ganga fumlaust til verka.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður fyrir Viðreisn
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar