Kynfrelsi og samþykki Jón Steindór Valdimarsson skrifar 14. október 2017 12:18 Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum. Breyting á skilgreiningu nauðgunar er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað og eru enn ríkjandi eða eimir sterkt af á mörgum stöðum. Hverfa þarf frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Þá eru þau viðhorf lífseig að þegar fólk er í sambandi, hvort sem það er innan hjónabands eða utan, ryðji það með einhverjum hætti úr vegi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þegar kynlíf á í hlut. Klámvæðing og hlutgerving kvenna ýtir enn frekar undir að líta á konur sem kynverur fyrst og fremst sem séu með einhverju móti til þess eins að svala þörf karla fyrir kynlíf. Í vor lagði höfundur, ásamt öðrum þingmönnun Viðreisnar, fram frumvarp sem hefur að markmiði að draga úr kynferðisafbrotum og breyta viðhorfum með nútímalegri skilgreiningu á afbrotinu nauðgun. Lagt er til að að samþykki verði sett í forgrunn, með öðrum orðum að sá, sem á samræði eða önnur kynferðismök við annan án samþykkis hans, sé sekur um nauðgun. Þannig er það skortur á samþykki til samræðis eða annarra kynferðismaka sem skilgreinir nauðgunina. Samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum þarf að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Nauðsynlegt er að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Þekkt er að þolendur nauðgana geta ekki í öllum tilvikum veitt geranda mótspyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lamast af hræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi viðbrögð eru algeng og að gerandi þarf þá ekki að beita miklu líkamlegu afli til að ná fram vilja sínum. Það verður sömuleiðis til þess að í reynd er óalgengt að þolendur beri mikla líkamlega áverka eftir nauðgun. Sýnilegt líkamlegt ofbeldi er því ekki sérstaklega algengt í kærumálum vegna nauðgana. Ný skilgreining á nauðgun er vissulega engin töfralausn. Hún felur í sér að mikilvægi kynfrelsis er gert mun hærra undir höfði en áður og verður til þess, samhliða aukinni fræðslu, að fólk verði meðvitað um mikilvægi þess að samþykki liggi fyrir þegar kynferðislegar athafnir eiga í hlut. Almenn varnaðaráhrif slíks ákvæðis geta orðið mikil. Líklegt er að einstaklingar verði meðvitaðri um mikilvægi þess að samþykki er alltaf forsenda kynferðislegra athafna. Einn helsti sérfræðingur Ragnheiðar Bragadóttur, prófessor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands hefur fagnað frumvarpinu og telur að það sé mjög til bóta. Á sviði kynbundis ofbeldid er enn margt ógert, t.d. eru lögregla og ákæruvald að drukkna í fjölda mála. Málsmeðferðartími kynferðisbrotamála er of langur. Það er þungbært fyrir þolendur að þurfa bíða eftir því mánuðum og jafnvel árum saman að vita hvernig mál þeirra fara innan kerfisins. Hluti af því að sýna að samfélagið taki þessi brot alvarlega er þess vegna að lögregla og ákæruvald hafi burði til þess að vinna að þessu málum ekki aðeins faglega heldur líka innan eðlilegra tímamarka. Með stöðugt vaxandi þætti samfélagsmiðla og jafnvel sérstakra vefsíðna sem miðla stafrænu kynferðisofbeldi hefur tíðni glæpanna aukist verulega. Brotin eru alvarleg gagnvart friðhelgi þolendanna og afleiðingarnar oft og tíðum langvarandi. Afar torvelt er, ef ekki útilokað, að eyða að fullu myndefni sem dreift hefur verið á netinu. Hér þarf bæði fræðslu, forvarnir og breytta löggjöf til að stemma stigu við þessum áfögnuði. Viðreisn hefur sýnt og sannað að barátta fyrir jafnrétti er grunnstef í stefnu og störfum flokksins og þar ætlum við áfram að ganga fumlaust til verka.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður fyrir Viðreisn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2017 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum. Breyting á skilgreiningu nauðgunar er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað og eru enn ríkjandi eða eimir sterkt af á mörgum stöðum. Hverfa þarf frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Þá eru þau viðhorf lífseig að þegar fólk er í sambandi, hvort sem það er innan hjónabands eða utan, ryðji það með einhverjum hætti úr vegi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þegar kynlíf á í hlut. Klámvæðing og hlutgerving kvenna ýtir enn frekar undir að líta á konur sem kynverur fyrst og fremst sem séu með einhverju móti til þess eins að svala þörf karla fyrir kynlíf. Í vor lagði höfundur, ásamt öðrum þingmönnun Viðreisnar, fram frumvarp sem hefur að markmiði að draga úr kynferðisafbrotum og breyta viðhorfum með nútímalegri skilgreiningu á afbrotinu nauðgun. Lagt er til að að samþykki verði sett í forgrunn, með öðrum orðum að sá, sem á samræði eða önnur kynferðismök við annan án samþykkis hans, sé sekur um nauðgun. Þannig er það skortur á samþykki til samræðis eða annarra kynferðismaka sem skilgreinir nauðgunina. Samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum þarf að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Nauðsynlegt er að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Þekkt er að þolendur nauðgana geta ekki í öllum tilvikum veitt geranda mótspyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lamast af hræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi viðbrögð eru algeng og að gerandi þarf þá ekki að beita miklu líkamlegu afli til að ná fram vilja sínum. Það verður sömuleiðis til þess að í reynd er óalgengt að þolendur beri mikla líkamlega áverka eftir nauðgun. Sýnilegt líkamlegt ofbeldi er því ekki sérstaklega algengt í kærumálum vegna nauðgana. Ný skilgreining á nauðgun er vissulega engin töfralausn. Hún felur í sér að mikilvægi kynfrelsis er gert mun hærra undir höfði en áður og verður til þess, samhliða aukinni fræðslu, að fólk verði meðvitað um mikilvægi þess að samþykki liggi fyrir þegar kynferðislegar athafnir eiga í hlut. Almenn varnaðaráhrif slíks ákvæðis geta orðið mikil. Líklegt er að einstaklingar verði meðvitaðri um mikilvægi þess að samþykki er alltaf forsenda kynferðislegra athafna. Einn helsti sérfræðingur Ragnheiðar Bragadóttur, prófessor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands hefur fagnað frumvarpinu og telur að það sé mjög til bóta. Á sviði kynbundis ofbeldid er enn margt ógert, t.d. eru lögregla og ákæruvald að drukkna í fjölda mála. Málsmeðferðartími kynferðisbrotamála er of langur. Það er þungbært fyrir þolendur að þurfa bíða eftir því mánuðum og jafnvel árum saman að vita hvernig mál þeirra fara innan kerfisins. Hluti af því að sýna að samfélagið taki þessi brot alvarlega er þess vegna að lögregla og ákæruvald hafi burði til þess að vinna að þessu málum ekki aðeins faglega heldur líka innan eðlilegra tímamarka. Með stöðugt vaxandi þætti samfélagsmiðla og jafnvel sérstakra vefsíðna sem miðla stafrænu kynferðisofbeldi hefur tíðni glæpanna aukist verulega. Brotin eru alvarleg gagnvart friðhelgi þolendanna og afleiðingarnar oft og tíðum langvarandi. Afar torvelt er, ef ekki útilokað, að eyða að fullu myndefni sem dreift hefur verið á netinu. Hér þarf bæði fræðslu, forvarnir og breytta löggjöf til að stemma stigu við þessum áfögnuði. Viðreisn hefur sýnt og sannað að barátta fyrir jafnrétti er grunnstef í stefnu og störfum flokksins og þar ætlum við áfram að ganga fumlaust til verka.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður fyrir Viðreisn
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun