Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir varð meistari í þriðja landinu á laugardagskvöldið þegar hún og félagar hennar í liði Portland Thorns tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn með 1-0 sigri á deildarmeisturum North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný hafði áður orðið Íslandsmeistari í fjórgang og svo þýskur meistari með Bayern München. Þá bættist hún í hóp þeirra leikmanna sem hafa bæði unnið meistaratitilinn í háskóladeildinni og atvinnumannadeildinni. Árið sem hún byrjaði, meidd og í algjöri óvissu, er því að enda frábærlega og íslenska landsliðskonan segist loksins vera búin að ná fullum styrk eftir meiðslin.Meidd í nokkra mánuði „Við kláruðum þetta og þetta var mjög ljúft. Næstum því helmingurinn af liðinu þeirra er jafnstór og ég og þær dældu boltum inn í teig. Það lá svolítið á okkur en við kláruðum þetta,“ sagði Dagný um úrslitaleikinn en það hefur líka reynt mikið á íslensku landsliðskonuna í ár. „Þetta er búið að vera ógeðlega erfitt ár fyrir mig. Ég var meidd í nokkra mánuði og það var ekki víst hvort ég myndi ná EM. Svo náði ég EM og núna er ég loksins upp á mitt besta eftir að vera búin að ná því að spila í nokkra mánuði,“ segir Dagný. Hún var þarna að vinna sinn ellefta stóra titil á ferlinum og þekkir því vel að vera með gull um hálsinn.Yassssss pic.twitter.com/EDJJ0jWKI1 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) October 15, 2017 Dagný Brynjarsdóttir í leik með landsliðinu á EM.Vísir/GettyÞessi er risastór „Vonandi heldur þetta bara áfram svona þangað til ég hætti. Maður er ekkert að hata þetta. Ég er í þessu til að vinna titla og þetta er geggjað,“ segir Dagný en er þessi titill eitthvað öðruvísi en allir hinir? „Auðvitað er þessi risastór. Margir af bestu leikmönnunum í heimi spila í þessari deild og mér finnst þetta klárlega vera erfiðasta deildin sem ég hef spilað í. Ég held samt að það sé sama hvaða titil maður vinnur því þetta er alltaf jafn sætt,“ segir Dagný en bætir við: „Af því að þetta er búið að vera erfitt ár þá var þessi kannski extra sætur. Ég er ekki mikið að grenja fyrir framan fólk en ég átti erfitt með mig eftir leik. Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að halda aftur af tárunum,“ segir Dagný. Já, árið 2017 er búið að reyna á þessa 26 ára gömlu knattspyrnukonu. „Á tímabili vissi ég hvort ég gæti spilað fótbolta á árinu. Það fann enginn út hvernig ég átti að verða betri en einhvern veginn fór þetta að koma. Þá varð ég að koma mér aftur í gang því ég var frá í fimm mánuði. Það tók sinn tíma að koma sér aftur af stað,“ segir Dagný. „Ég var klár fyrir EM en ég var ekki upp á mitt besta. Ég hef aldrei spilað ár sem hefur tekið eins mikið á og þetta, bæði fótboltalega og líkamlega. Þetta er búið að vera erfitt en ég er með góðan stuðning heima í vinum og fjölskyldu og liðsfélögum. Það er búið að hugsa vel um mig,“ segir Dagný og nefnir líka landsliðið og gamla þjálfarann hennar heima á Íslandi. Hún horfir til næstu landsleikja og undankeppni HM og segir að árangur karlalandsliðsins og farseðill þeirra á HM í Rússlandi gefi stelpunum aukinn kraft.Vísir/GettyEf þeir geta það þá getum við „Karlarnir náðu þessu eftir að hafa verið í erfiðum riðli það gefur okkur trú. Ef þeir geta þetta þá eigum við alveg að geta þetta. Vonandi tökum við þrjú stig í báðum þessum landsleikjum og þá fer ég virkilega sátt í smá frí,“ segir Dagný en segist þó ekki þurfa langt frí. „Ég byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr en í lok maí. Ég þarf nú varla neitt frí. Ég get ekki beðið eftir að komast heim og fara á aukaæfingar. Ég er strax byrjuð að semja við þjálfarana heima um að taka mig á aukaæfingar,“ segir Dagný að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir varð meistari í þriðja landinu á laugardagskvöldið þegar hún og félagar hennar í liði Portland Thorns tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn með 1-0 sigri á deildarmeisturum North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný hafði áður orðið Íslandsmeistari í fjórgang og svo þýskur meistari með Bayern München. Þá bættist hún í hóp þeirra leikmanna sem hafa bæði unnið meistaratitilinn í háskóladeildinni og atvinnumannadeildinni. Árið sem hún byrjaði, meidd og í algjöri óvissu, er því að enda frábærlega og íslenska landsliðskonan segist loksins vera búin að ná fullum styrk eftir meiðslin.Meidd í nokkra mánuði „Við kláruðum þetta og þetta var mjög ljúft. Næstum því helmingurinn af liðinu þeirra er jafnstór og ég og þær dældu boltum inn í teig. Það lá svolítið á okkur en við kláruðum þetta,“ sagði Dagný um úrslitaleikinn en það hefur líka reynt mikið á íslensku landsliðskonuna í ár. „Þetta er búið að vera ógeðlega erfitt ár fyrir mig. Ég var meidd í nokkra mánuði og það var ekki víst hvort ég myndi ná EM. Svo náði ég EM og núna er ég loksins upp á mitt besta eftir að vera búin að ná því að spila í nokkra mánuði,“ segir Dagný. Hún var þarna að vinna sinn ellefta stóra titil á ferlinum og þekkir því vel að vera með gull um hálsinn.Yassssss pic.twitter.com/EDJJ0jWKI1 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) October 15, 2017 Dagný Brynjarsdóttir í leik með landsliðinu á EM.Vísir/GettyÞessi er risastór „Vonandi heldur þetta bara áfram svona þangað til ég hætti. Maður er ekkert að hata þetta. Ég er í þessu til að vinna titla og þetta er geggjað,“ segir Dagný en er þessi titill eitthvað öðruvísi en allir hinir? „Auðvitað er þessi risastór. Margir af bestu leikmönnunum í heimi spila í þessari deild og mér finnst þetta klárlega vera erfiðasta deildin sem ég hef spilað í. Ég held samt að það sé sama hvaða titil maður vinnur því þetta er alltaf jafn sætt,“ segir Dagný en bætir við: „Af því að þetta er búið að vera erfitt ár þá var þessi kannski extra sætur. Ég er ekki mikið að grenja fyrir framan fólk en ég átti erfitt með mig eftir leik. Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að halda aftur af tárunum,“ segir Dagný. Já, árið 2017 er búið að reyna á þessa 26 ára gömlu knattspyrnukonu. „Á tímabili vissi ég hvort ég gæti spilað fótbolta á árinu. Það fann enginn út hvernig ég átti að verða betri en einhvern veginn fór þetta að koma. Þá varð ég að koma mér aftur í gang því ég var frá í fimm mánuði. Það tók sinn tíma að koma sér aftur af stað,“ segir Dagný. „Ég var klár fyrir EM en ég var ekki upp á mitt besta. Ég hef aldrei spilað ár sem hefur tekið eins mikið á og þetta, bæði fótboltalega og líkamlega. Þetta er búið að vera erfitt en ég er með góðan stuðning heima í vinum og fjölskyldu og liðsfélögum. Það er búið að hugsa vel um mig,“ segir Dagný og nefnir líka landsliðið og gamla þjálfarann hennar heima á Íslandi. Hún horfir til næstu landsleikja og undankeppni HM og segir að árangur karlalandsliðsins og farseðill þeirra á HM í Rússlandi gefi stelpunum aukinn kraft.Vísir/GettyEf þeir geta það þá getum við „Karlarnir náðu þessu eftir að hafa verið í erfiðum riðli það gefur okkur trú. Ef þeir geta þetta þá eigum við alveg að geta þetta. Vonandi tökum við þrjú stig í báðum þessum landsleikjum og þá fer ég virkilega sátt í smá frí,“ segir Dagný en segist þó ekki þurfa langt frí. „Ég byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr en í lok maí. Ég þarf nú varla neitt frí. Ég get ekki beðið eftir að komast heim og fara á aukaæfingar. Ég er strax byrjuð að semja við þjálfarana heima um að taka mig á aukaæfingar,“ segir Dagný að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira