Bjartari framtíð. Meiri stöðugleika! TAKK! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 16. október 2017 15:00 Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun