Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2017 20:00 Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira