McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“ Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2017 11:54 McCain tók við frelsisorðu við hátíðlega athöfn í Fíladelfíu í gærkvöldi. Hann nýtti tækifærið til að gagnrýna Trump-stjórnina óbeint. Vísir/AFP Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.
Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29