McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“ Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2017 11:54 McCain tók við frelsisorðu við hátíðlega athöfn í Fíladelfíu í gærkvöldi. Hann nýtti tækifærið til að gagnrýna Trump-stjórnina óbeint. Vísir/AFP Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.
Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29