Tryggjum menntun – treystum velferð Jón Atli Benediktsson skrifar 18. október 2017 07:00 Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Kosningar 2017 Skóla - og menntamál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun