Tryggjum menntun – treystum velferð Jón Atli Benediktsson skrifar 18. október 2017 07:00 Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Kosningar 2017 Skóla - og menntamál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun