Staðan í húsnæðismálum Dagur B. Eggertsson skrifar 18. október 2017 07:00 Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Húsnæðismál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar