Antetokounmpo skoraði 37 stig, tók 13 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum í þrígang í leiknum. Þá hitti hann úr 13 af 22 skotum sínum utan af velli og nýtti 11 af 13 vítum sem hann tók.
Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston sem hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu.
Tíu aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.
Houston Rockets vann meistara Golden State Warriors í gær og í nótt bar liðið sigurorð af Sacramento Kings, 100-105.
James Harden skoraði 27 stig og gaf níu stoðsendingar í liði Houston. Eric Gordon kom inn í byrjunarliðið fyrir Chris Paul og skoraði 25 stig og Clint Capela skilaði 22 stigum og 17 fráköstum.
Þrátt fyrir að vera án Kawhis Leonard vann San Antonio Spurs átta stiga sigur á Minnesota Timberwolves, 107-99, á heimavelli. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá San Antonio með 25 stig.
John Wall og Bradley Beal, bakverðir Washington Wizards, skoruðu samtals 53 stig þegar liðið bar sigurorð af Philadelphia 76ers, 120-115. Wall skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar og Beal var með 25 stig.
Úrslitin í nótt:
Washington 120-115 Philadelphia
Orlando 116-109 Miami
Detroit 102-90 Charlotte
Indiana 140-131 Brooklyn
Boston 100-108 Milwaukee
Memphis 103-91 New Orleans
Dallas 111-117 Atlanta
Utah 106-96 Denver
San Antonio 107-99 Minnesota
Sacramento 100-105 Houston
Phoenix 76-124 Portland