Bandarískir netmiðlar hafa fundið gott dæmi um þetta en Sport Illustraited sagði frá athyglisverðu myndbandi.
Abby Anaya nokkur setti nefnilega myndband inn á twitter-reikninginn sinn þar sem tveir hlauparar eru aðeins sekúndubroti frá því að verða fyrir dádýri í miðju hlaupi.
Dádýrið kemur á fleygiferð þvert á brautina og þarna munar ekki miklu að illa fari enda ekkert grín að fá horn í sig á svona ferð.
Hlaupararnir létu eins og ekkert væri og héldu bara ótrauðir áfram að hlaupa eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Það má sjá myndbandið hennar Abby Anaya hér fyrir neðan.
I don’t think you would ever get this close to being railed by a deer in any other sport... #xcpic.twitter.com/U38ebHui1l
— Abby Anaya (@abberz1901) October 1, 2017