Er krónan þess virði? Þórður Magnússon skrifar 5. október 2017 07:00 Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Kosningar 2017 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun