Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun