Björgvin Karl fór upp um eitt sæti á listanum 57 dögum eftir að keppni lauk en ástæðan er að Ricky Garard féll á lyfjaprófi og var dæmdur úr leik.
Þetta er í fyrsta sinn sem keppendur á heimsleikunum falla á lyfjaprófi samkvæmt frétt á heimasíðu The CrossFit Games.
Ricky Garard stripped of his third-place title after testing positive for banned performance-enhancing substances: https://t.co/WZ8F9e9Wsk
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 4, 2017
Ricky Garard var dæmdur úr keppni ásamt tveimur öðrum keppendum. Það voru Tony Turski sem keppti í flokki 55 til 59 ára og endaði þar í öðru sæti og svo hin 52 ára gamla Josée Sarda sem vann flokk 50 til 54 ára hjá konunum.
Ástralinn Garard tapar ekki aðeins þriðja sætinu heldur einnig verðlaunafénu sem var 76 þúsund dollarar eða rúmlega átta milljónir í íslenskum krónum.