Körfubolti

Fyrsti fimmfaldi meistarinn í sögu WNBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rebekkah Brunson fagnar með félögum sínum í nótt.
Rebekkah Brunson fagnar með félögum sínum í nótt. Vísir/Getty
Rebekkah Brunson hjálpaði Minnesota Lynx að verða WNBA-meistari í ár en Gaupurnar unnu Los Angeles Sparks í hreinum úrslitaleik um titilinn í kvenna NBA-deildinni í nótt.





Rebekkah Brunson átti fínan leik í oddaleiknum með Minnesota Lynx og endaði með 13 stig, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Hún var með 9,5 stig og 6,0 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni.

Rebekkah Brunson skrifaði söguna með þessum titli sem var hennar fimmti í WNBA-deildinni. Enginn leikmaður hefur áður getað kallað sig fimmfaldan WNBA-meistara.



Brunson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í desember en hún var að klára sitt fjórtánda tímabil í WNBA-deildinni.

Brunson vann sinn fyrsta titil með Sacramento Monarchs árið 2015 en það var hennar annar ár í deildinni og fyrsta tímabilið sem byrjunarliðsmaður.

Hún kom til Minnesota Lynx árið 2010 hefur síðan unnið WNBA-titilinn fjórum sinnum.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×