Ólafur Þór: Vorum með töluverða yfirburði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. október 2017 22:20 Ólafur Þór er þjálfari Stjörnunnar. vísir Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Sjá meira
Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Sjá meira