Systir Kim Jong-un fær aukin völd Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 09:50 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu sést hér í svörtum frakka fyrir miðju á mynd. Systir hans, Kim Yo-jong, er önnur frá vinstri á myndinni, sem tekin er árið 2015. Vísir/AFP Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira
Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42
Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00
Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05
„Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45