Einn leikur fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld en það var leikur Skallagríms og Snæfells í Borgarnesi.
Fyrir leikinn var Skallagrímur í 3.sæti deildarinnar með 2 stig á meðan Snæfell var í 6.sæti án stiga.
Það voru gestirnir í Snæfell sem voru sterkari aðilinn í leiknum og var það Kristen McCarthy sem fór fyrir liði Snæfells en hún skoraði hvorki meira né minna en 53 stig fyrir liðið. Stighæst hjá Skallagrím var Carmen Tyson-Thomas með 25 stig.
Lokatölur leiksins voru 84-73 fyrir Snæfell og því eru þær komnar með fyrstu stigin sín í vetur.
Kristen McCarthy með 53 stig í sigri Snæfells
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1