Lifir á því sem landið gefur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2017 10:15 Hraundís við Rauðsgilið sem varð Jóni Helgasyni skáldi og prófessor í Kaupmannahöfn að yrkisefni, enda átti hann sín bernskuspor á staðnum. Stíginn niður í gilið hefur Hraundís klætt brúnum barrgreinum sem falla til eftir eiminguna. Vísir/Ernir Hraundís Guðmundsdóttir, bóndi á Rauðsgili í Borgarfirði, stundar ekki hefðbundinn búskap og er heldur ekki týpísk hannyrðakona þó hún beri titilinn handverkskona ársins með sæmd. Hún er skógfræðingur og býflugnabóndi og býr til olíur úr eigin trjám.Býflugnabúin geyma dýrmætar skepnur.Tveir hundar og húsfreyjan Hraundís taka á móti okkur Erni ljósmyndara á hlaðinu á Rauðsgili. Bærinn stendur nánast á brún hins mikilfenglega Rauðsgils sem við byrjum á að líta yfir undir leiðsögn Hraundísar. Á leiðinni verða marglitar hænur á vegi okkar, þær skjótast undir runna en eiga heima í sætum kofa undir kletti. Í gilinu er hvammur með nokkrum ávaxtatrjám og þar er líka bergvatnsá sem Hraundís segir mikið búið að sullast í. „Manninum mínum sem ólst upp hér á bænum var stranglega bannað að leika sér í gilinu. En ég fór þá leið að leika mér þar sjálf með krökkunum okkar og þannig lærðu þau á það.“Hraundís átti heima á Selfossi til átta ára aldurs, þá flutti hún með fjölskyldunni í Grundarfjörð en á Rauðsgili hefur hún búið í 20 ár með manni sínum, Birni Oddssyni sem er vélvirki í álverinu á Grundartanga. Þau eiga fjögur börn samtals og tvö barnabörn. Þrjú elstu börnin eru í borginni við nám og störf en það yngsta á Akranesi í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Það er dóttirin Hekla. Sem leiðir hugann að nafninu Hraundís sem er sjaldgæft. „Ég bar það ein í 36 ár en nú erum við orðnar þrjár,“ segir húsfreyjan brosandi.Eimingarpotturinn gegnir lykilhlutverki við að ná olíunum úr jurtunum.Í bakgarðinum er heilsað upp á býflugurnar. „Við byrjuðum að framleiða hunang árið 2010, þá vorum við tólf í því á Íslandi, nú erum við yfir hundrað,“ upplýsir Hraundís. Flugurnar eru á fullu að búa sig undir veturinn, ná sér í efni úr trjáberki til að loka öllum glufum á búunum. Nokkrar humlur eru á sveimi og freista inngöngu en er hent út um leið. „Það eru varnarflugur innan við, tilbúnar að verja búin ef einhver kemur óboðinn,“ bendir Hraundís á og segir humlurnar eiga sér bú til að liggja í dvala í í vetur. Allt í einu birtist stór og loðin kisa, svört og hvít, önnur tveggja á heimilinu, að sögn húsfreyjunnar. „Við erum líka stundum með tvö svín á sumrin í túninu, það er mun betri matur af frjálsum svínum en hinum og þau eru líka einstaklega skemmtilegar skepnur,“ segir hún. Þau hjón hafa alltaf stundað vinnu utan heimilis, að sögn Hraundísar, þó áttu þau fáeinar kindur til að byrja með og byrjuðu í skógrækt 2001. „Við erum að gróðursetja í 135 hektara land og erum langt komin með það. Það fara 19.000 plöntur niður þetta árið.“Þá er komið að sérstökustu búgreininni á bænum – ilmkjarnaolíugerð. Hraundís fór alla leið til Arizona árið 2015 til að læra hana. „Ég er heilsunuddari, var með eigin nuddstofu hér í dalnum í mörg ár og blandaði þá ilmkjarnaolíum í nuddolíur. Þar kviknaði hugmyndin að því að framleiða þær sjálf. Mig langaði að læra um jurtirnar og að nýta jörðina mína. En ég felli ekki trén til að ná úr þeim olíunni, bara kvista þau og laga til í skóginum í leiðinni.“ Í gamla mjólkurhúsinu á bænum er Hraundís með 420 lítra pott sem hún eimar jurtirnar í. „Eimingin gerist með gufu sem leidd er í pottinn og leysir olíuna úr plöntunum, hún flýtur ofan á og endar í litlum skiljara utan á pottinum. Þar tappa ég vatni undan þeim,“ lýsir hún. Segir barrtrén gjöfulust af olíu enda eimi hún átta tegundir. „Það er mismunandi eftir plöntum, veðri og vindum hversu mikil olía er í þeim, jurtir eru dyntóttar eins og veðrið. Ég eimaði til dæmis stútfullan pott af vallhumli um daginn og fékk bara ellefu millilítra af olíu. Birkið gefur líka voða lítið, því miður, en það er æðisleg olía. Ég yrði bara að selja hana svo dýrt af því ég fæ svo lítið. Ilmurinn af olíunum er ólíkur eftir tegundum og líka virknin.“ Næst er það skógarferð í jeppanum. Hundarnir eru fyrstir upp í bílinn. „Passið ykkur á gaddavírnum, ég er búin að skemma marga flík á honum,“ segir Hraundís aðvarandi þegar við komum á staðinn. Hún er sjálf nýbúin að fjárfesta í nettri keðjusög og buxum sem hún segir ekki hægt að saga í gegnum. „Þær voru heldur ekki ódýrar,“ tekur hún fram, kankvís. Hlíðin er alsett trjágróðri á mismunandi skeiði. Við erum í lundi frá 2006 og Hraundís vígir þar nýju sögina, alsæl, því hingað til hefur hún látið litla handsög duga.Á leið heim á hlað aftur forvitnast ég um vinnu Hraundísar á Hvanneyri, þaðan var hún nýkomin þegar við mættum. „Ég er í hálfu starfi sem skógræktarráðgjafi og það var eins gott að þið komuð ekki á morgun því þá hefði ég verið farin í Dalina. Þar er mikil skógrækt og ég er oft þar á þessum árstíma.“ Sem sagt alltaf sívinnandi? „Ég þarf að minnsta kosti ekki að láta mér leiðast,“ segir hún brosandi. „En reyni samt að taka því rólega í svartasta skammdeginu. Á þeim tíma á maður heldur ekki að kvista tré.“ Lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hraundís Guðmundsdóttir, bóndi á Rauðsgili í Borgarfirði, stundar ekki hefðbundinn búskap og er heldur ekki týpísk hannyrðakona þó hún beri titilinn handverkskona ársins með sæmd. Hún er skógfræðingur og býflugnabóndi og býr til olíur úr eigin trjám.Býflugnabúin geyma dýrmætar skepnur.Tveir hundar og húsfreyjan Hraundís taka á móti okkur Erni ljósmyndara á hlaðinu á Rauðsgili. Bærinn stendur nánast á brún hins mikilfenglega Rauðsgils sem við byrjum á að líta yfir undir leiðsögn Hraundísar. Á leiðinni verða marglitar hænur á vegi okkar, þær skjótast undir runna en eiga heima í sætum kofa undir kletti. Í gilinu er hvammur með nokkrum ávaxtatrjám og þar er líka bergvatnsá sem Hraundís segir mikið búið að sullast í. „Manninum mínum sem ólst upp hér á bænum var stranglega bannað að leika sér í gilinu. En ég fór þá leið að leika mér þar sjálf með krökkunum okkar og þannig lærðu þau á það.“Hraundís átti heima á Selfossi til átta ára aldurs, þá flutti hún með fjölskyldunni í Grundarfjörð en á Rauðsgili hefur hún búið í 20 ár með manni sínum, Birni Oddssyni sem er vélvirki í álverinu á Grundartanga. Þau eiga fjögur börn samtals og tvö barnabörn. Þrjú elstu börnin eru í borginni við nám og störf en það yngsta á Akranesi í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Það er dóttirin Hekla. Sem leiðir hugann að nafninu Hraundís sem er sjaldgæft. „Ég bar það ein í 36 ár en nú erum við orðnar þrjár,“ segir húsfreyjan brosandi.Eimingarpotturinn gegnir lykilhlutverki við að ná olíunum úr jurtunum.Í bakgarðinum er heilsað upp á býflugurnar. „Við byrjuðum að framleiða hunang árið 2010, þá vorum við tólf í því á Íslandi, nú erum við yfir hundrað,“ upplýsir Hraundís. Flugurnar eru á fullu að búa sig undir veturinn, ná sér í efni úr trjáberki til að loka öllum glufum á búunum. Nokkrar humlur eru á sveimi og freista inngöngu en er hent út um leið. „Það eru varnarflugur innan við, tilbúnar að verja búin ef einhver kemur óboðinn,“ bendir Hraundís á og segir humlurnar eiga sér bú til að liggja í dvala í í vetur. Allt í einu birtist stór og loðin kisa, svört og hvít, önnur tveggja á heimilinu, að sögn húsfreyjunnar. „Við erum líka stundum með tvö svín á sumrin í túninu, það er mun betri matur af frjálsum svínum en hinum og þau eru líka einstaklega skemmtilegar skepnur,“ segir hún. Þau hjón hafa alltaf stundað vinnu utan heimilis, að sögn Hraundísar, þó áttu þau fáeinar kindur til að byrja með og byrjuðu í skógrækt 2001. „Við erum að gróðursetja í 135 hektara land og erum langt komin með það. Það fara 19.000 plöntur niður þetta árið.“Þá er komið að sérstökustu búgreininni á bænum – ilmkjarnaolíugerð. Hraundís fór alla leið til Arizona árið 2015 til að læra hana. „Ég er heilsunuddari, var með eigin nuddstofu hér í dalnum í mörg ár og blandaði þá ilmkjarnaolíum í nuddolíur. Þar kviknaði hugmyndin að því að framleiða þær sjálf. Mig langaði að læra um jurtirnar og að nýta jörðina mína. En ég felli ekki trén til að ná úr þeim olíunni, bara kvista þau og laga til í skóginum í leiðinni.“ Í gamla mjólkurhúsinu á bænum er Hraundís með 420 lítra pott sem hún eimar jurtirnar í. „Eimingin gerist með gufu sem leidd er í pottinn og leysir olíuna úr plöntunum, hún flýtur ofan á og endar í litlum skiljara utan á pottinum. Þar tappa ég vatni undan þeim,“ lýsir hún. Segir barrtrén gjöfulust af olíu enda eimi hún átta tegundir. „Það er mismunandi eftir plöntum, veðri og vindum hversu mikil olía er í þeim, jurtir eru dyntóttar eins og veðrið. Ég eimaði til dæmis stútfullan pott af vallhumli um daginn og fékk bara ellefu millilítra af olíu. Birkið gefur líka voða lítið, því miður, en það er æðisleg olía. Ég yrði bara að selja hana svo dýrt af því ég fæ svo lítið. Ilmurinn af olíunum er ólíkur eftir tegundum og líka virknin.“ Næst er það skógarferð í jeppanum. Hundarnir eru fyrstir upp í bílinn. „Passið ykkur á gaddavírnum, ég er búin að skemma marga flík á honum,“ segir Hraundís aðvarandi þegar við komum á staðinn. Hún er sjálf nýbúin að fjárfesta í nettri keðjusög og buxum sem hún segir ekki hægt að saga í gegnum. „Þær voru heldur ekki ódýrar,“ tekur hún fram, kankvís. Hlíðin er alsett trjágróðri á mismunandi skeiði. Við erum í lundi frá 2006 og Hraundís vígir þar nýju sögina, alsæl, því hingað til hefur hún látið litla handsög duga.Á leið heim á hlað aftur forvitnast ég um vinnu Hraundísar á Hvanneyri, þaðan var hún nýkomin þegar við mættum. „Ég er í hálfu starfi sem skógræktarráðgjafi og það var eins gott að þið komuð ekki á morgun því þá hefði ég verið farin í Dalina. Þar er mikil skógrækt og ég er oft þar á þessum árstíma.“ Sem sagt alltaf sívinnandi? „Ég þarf að minnsta kosti ekki að láta mér leiðast,“ segir hún brosandi. „En reyni samt að taka því rólega í svartasta skammdeginu. Á þeim tíma á maður heldur ekki að kvista tré.“
Lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira