Erlent

Tveir handteknir til viðbótar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglunnar í Sunsbury á dögunum.
Frá aðgerðum lögreglunnar í Sunsbury á dögunum. Vísir/Getty
Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green-lestarstöðinni í London síðastliðinn föstudag. Alls hafa því fimm verið handteknir í aðgerðum lögreglu.

Þrjátíu manns slösuðust, þó ekki alvarlega, þegar kveikt var í heimatilbúinni sprengju á lestarstöðinni. Lögreglan lýsti í kjölfarið yfir hæsta viðbúnaðarstigi á föstudaginn en það hefur nú aftur verið lækkað.

Mennirnir sem handteknir voru í Newport í suðausturhluta Wales í morgun eru 30 og 48 ára gamlir. Þeir hafa ekki verið nafngreindir og segir lögreglan í samtali við BBC að hún sé enn að störfum á tveimur stöðum í borginni.

Á síðustu 2 árum hafa 36 fórnalömb fallið í hryðjuverkaárásum í Bretlandi. 1 lést í Birstall 16. júní 2016, 5 létust við Westminster Bridge 22. mars, 22 létust í sjálfsvígsárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí, 7 létust við London Bridge 3. júní og 1 lést við Finsbury Park 19. júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×