Goran Dragic um Luka Doncic: Hann verður einn sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 16:45 Luka Doncic og Goran Dragic voru í úrvalsliðinu með þeim Pau Gasol, Aleksei Shved og Bogdan Bogdanovic. Vísir/Getty Goran Dragic og Luka Doncic urðu ekki bara Evrópumeistarar saman með slóvenska landsliðinu á sunnudagskvöldið heldur voru þeir einnig valdir báðir í úrvalslið Evrópumótsins. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum þar sem Slóvenía vann Serbíu 93-85 og var eftir leikinn kosinn besti leikmaður keppninnar. Dragic er að hætta með slóvenska landsliðinu en hinn átján ára gamli Luka Doncic er rétt að byrja ferilinn sinn. Dragic talaði afar vel um Doncic eftir mótið. „Munið það sem ég segi. Hann verður einn sá besti í heimi,“ sagði Goran Dragic um Luka Doncic. Luka Doncic spilar með Real Madrid þessa dagana en það þykir nokkuð öruggt að hann verði valinn í NBA-deildina næsta sumar. Spænskir fjölmiðlar hafa hinsvegar lítið aðgengi að Luka Doncic þar sem Real Madrid passar vel upp á strákinn sem er ennþá bara átján ára gamall þótt að hann spili leikinn eins og 28 ára reynslubolti. „Luka er að mínu mati besti leikmaðurinn í Evrópu af þeim sem eru ekki orðnir 26 ára,“ sagði Goran Dragic. Það er ekkert smá hrós fyrir átján ára strák enda Dragic telur þar með að hann sé þegar betri en menn eins og Kristaps Porzingis, Dennis Schroder og Bogdan Bogdanovic. Luka Doncic meiddist í úrslitaleiknum en hafði verið nálægt þrennunni í undanúrslitaleiknum á móti Spáni (11 sitg, 12 fráköst og 8 stoðsendingar) og skoraði 27 stig á móti Lettum í átta liða úrslitunum. Goran Dragic þekkir vel til Luka Doncic og er búinn að gera lengi. Hann spilaði nefnilega með föður Luka Doncic í Slóveníu. Sasa Doncic og Goran Dragic urðu nefnilega slóvenskir meistarar saman árið 2008 þegar Sara var 34 ára og Luka 9 ára. Árið eftir var Dragic kominn til Phoenix Suns í NBA-deidlinni og hefur spilað þar síðan. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Goran Dragic og Luka Doncic urðu ekki bara Evrópumeistarar saman með slóvenska landsliðinu á sunnudagskvöldið heldur voru þeir einnig valdir báðir í úrvalslið Evrópumótsins. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum þar sem Slóvenía vann Serbíu 93-85 og var eftir leikinn kosinn besti leikmaður keppninnar. Dragic er að hætta með slóvenska landsliðinu en hinn átján ára gamli Luka Doncic er rétt að byrja ferilinn sinn. Dragic talaði afar vel um Doncic eftir mótið. „Munið það sem ég segi. Hann verður einn sá besti í heimi,“ sagði Goran Dragic um Luka Doncic. Luka Doncic spilar með Real Madrid þessa dagana en það þykir nokkuð öruggt að hann verði valinn í NBA-deildina næsta sumar. Spænskir fjölmiðlar hafa hinsvegar lítið aðgengi að Luka Doncic þar sem Real Madrid passar vel upp á strákinn sem er ennþá bara átján ára gamall þótt að hann spili leikinn eins og 28 ára reynslubolti. „Luka er að mínu mati besti leikmaðurinn í Evrópu af þeim sem eru ekki orðnir 26 ára,“ sagði Goran Dragic. Það er ekkert smá hrós fyrir átján ára strák enda Dragic telur þar með að hann sé þegar betri en menn eins og Kristaps Porzingis, Dennis Schroder og Bogdan Bogdanovic. Luka Doncic meiddist í úrslitaleiknum en hafði verið nálægt þrennunni í undanúrslitaleiknum á móti Spáni (11 sitg, 12 fráköst og 8 stoðsendingar) og skoraði 27 stig á móti Lettum í átta liða úrslitunum. Goran Dragic þekkir vel til Luka Doncic og er búinn að gera lengi. Hann spilaði nefnilega með föður Luka Doncic í Slóveníu. Sasa Doncic og Goran Dragic urðu nefnilega slóvenskir meistarar saman árið 2008 þegar Sara var 34 ára og Luka 9 ára. Árið eftir var Dragic kominn til Phoenix Suns í NBA-deidlinni og hefur spilað þar síðan.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira