Eliud Kipchoge, Wilson Kipsang og Kenenisa Bekele eru líklegir til að setja nýtt heimsmet í maraþonhlaupi í Berlínarmaraþoninu á sunnudaginn.
Sex síðustu heimsmet í maraþonhlaupi hafa verið sett í Berlín en gildandi heimsmet á Kenýamaðurinn Dennis Kimetto.
Dennis Kipruto Kimetto kom þá í mark á 2 klukkutímum, 2 mínútum og 57 sekúndum en maraþonhlaup er 42.195 metrar.
Kimetto setti heimsmetið sitt þegar hann vann Berlínarmaraþonið 2014 en heimsmet Wilson Kipsang var þá aðeins eins árs gamalt.
Wilson Kipsang gerir sig líklega til að endurheimta heimsmetið í ár en Ólympíumeistarinn Eliud Kipchoge og Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele eru líka í frábæru formi.
„Ég get ekki sagt hversu hratt ég mun hlaupa en ég get sagt eitt: Ég vil ná heimsmetinu. Ég býst samt við harðri keppni frá þeim Kipsang og Bekele. Við erum allir í okkar besta formi núna en það getur bara einn unnið,“ sagði Eliud Kipchoge í viðtali við heimasíðu dr.dk.
Kenenisa Bekele vann Berlínarmaraþonið í fyrra og kom þá í mark á 2 klukkutímum, 3 mínútum og 3 sekúndum. Eliud Kipchoge vann Berlínarmaraþonið árið áður og Wilson Kipsang fagnaði sigri 2013 á þá nýju heimsmeti.
Þrír ætla sér að slá heimsmetið í maraþoni á sunnudaginn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn
