„Sjálfstæðisflokkurinn séð það mun svartara" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2017 21:00 Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista. Þá ákvað Samfylkingin í dag að kjósa í fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðismenn á fjölmenntu á Hilton Reykjavík Nordica í hádeginu í dag þar sem helstu forrystumenn flokksins fluttu ræður. Fráfarandi forsætisráðherra og formaður flokksins, segir að ný forrysta verði ekki kosin fyrir komandi kosningar. „Við ætlum ekki að endurkjósa forrystuna þannig það kemur í hlut okkar Áslaugar Örnu að leiða. Ég hef beðið hana um að ganga í spor varaformanns ásamt því að vera ritari flokksins," segir Bjarni Benediktsson. Útlit er fyrir uppstillingu á lista í flestum kjördæmum. „Allir ætla að gefa kosta á sér. Víðast verður uppstilling en þetta er allt að skýrast," segir Bjarni. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september er Vinstrihreyfingin - Grænt framboð stærsti flokkur landsins og mælist með 30% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist minni með 29% fylgi. Bjarni telur stöðuna samt sem áður galopna. „Ég tek eftir því að það er innan við helmingur sem er spurður sem tekur afstöðu þannig mér finnst staðan kannski vera galopin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú séð það mun svartara oft áður," segir hann. Bjarni útilokar ekki ekkert samstarf. „Ég hef verið reiðubúinn að starfa með öllum flokkum og reiðubúinn að gera málamiðlanir. En mér finnst að aðrir hafa verið duglegir í því að þrengja kostina," segir hann. Fráfarandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja kosningabaráttuna upp á hærra plan, sérstaklega í ljósi þess að skammur tími er til stefnu. „Ég vona að við getum þá farið að ræða málefni og stjórnmál, hvað flokkar ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Mig langar að ræða það og ég vona að kosningabaráttan verði um það. En ekki á einhverju lægra plani," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Kosningabaráttan hófst hjá fleiri flokkum í dag en kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að kosið verður í efstu fjögur sætin á fundi kjördæmisráðs um næstu helgi. Flokksmenn í kjördæminu eiga atkvæðisrétt og er framboðsfrestur fram að fundinum. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista. Þá ákvað Samfylkingin í dag að kjósa í fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðismenn á fjölmenntu á Hilton Reykjavík Nordica í hádeginu í dag þar sem helstu forrystumenn flokksins fluttu ræður. Fráfarandi forsætisráðherra og formaður flokksins, segir að ný forrysta verði ekki kosin fyrir komandi kosningar. „Við ætlum ekki að endurkjósa forrystuna þannig það kemur í hlut okkar Áslaugar Örnu að leiða. Ég hef beðið hana um að ganga í spor varaformanns ásamt því að vera ritari flokksins," segir Bjarni Benediktsson. Útlit er fyrir uppstillingu á lista í flestum kjördæmum. „Allir ætla að gefa kosta á sér. Víðast verður uppstilling en þetta er allt að skýrast," segir Bjarni. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september er Vinstrihreyfingin - Grænt framboð stærsti flokkur landsins og mælist með 30% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist minni með 29% fylgi. Bjarni telur stöðuna samt sem áður galopna. „Ég tek eftir því að það er innan við helmingur sem er spurður sem tekur afstöðu þannig mér finnst staðan kannski vera galopin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú séð það mun svartara oft áður," segir hann. Bjarni útilokar ekki ekkert samstarf. „Ég hef verið reiðubúinn að starfa með öllum flokkum og reiðubúinn að gera málamiðlanir. En mér finnst að aðrir hafa verið duglegir í því að þrengja kostina," segir hann. Fráfarandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja kosningabaráttuna upp á hærra plan, sérstaklega í ljósi þess að skammur tími er til stefnu. „Ég vona að við getum þá farið að ræða málefni og stjórnmál, hvað flokkar ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Mig langar að ræða það og ég vona að kosningabaráttan verði um það. En ekki á einhverju lægra plani," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Kosningabaráttan hófst hjá fleiri flokkum í dag en kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að kosið verður í efstu fjögur sætin á fundi kjördæmisráðs um næstu helgi. Flokksmenn í kjördæminu eiga atkvæðisrétt og er framboðsfrestur fram að fundinum.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira