Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2017 07:47 Hvíta húsið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi. Vísir/Getty Löndunum sem hið svokallaða ferðabann Bandaríkjanna tekur til hefur verið fjölgað. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt. Í fyrri útgáfu bannsins var fólki frá Íran, Líbíu, Sýrlandi, Sómalíu, og Jemen meinaður aðgangur að Bandaríkjunum nema það hefði „náin tengsl“ við bandaríska ríkisborgara. Samkvæmt tilkynningunni í nótt hefur Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad verið bætt á listann. Bannið er þó breytilegt eftir löndum og verður komið á í skrefum. Þannig er öllum Norður-Kóreubúum bannað að koma til Bandaríkjanna en námsmenn frá Íran er hleypt inn, að undangengnum ítarlegum prófunum.Making America Safe is my number one priority. We will not admit those into our country we cannot safely vet.https://t.co/KJ886okyfC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Hvíta húsið segir að hið nýja bann „sé mikilvægt skref í átt að innflytjendastefnu sem stendur vörð um öryggi Bandaríkjamanna á tímum hættulegra hryðjuverka og alþjóðlegra glæpa.“ Haft er eftir Bandaríkjaforseta í yfirlýsingunni að ekki sé hægt að „endurtaka fyrri mistök“ í málaflokknum sem hafi bakað Bandaríkjunum áður óþekkt vandræði. „Helst skylda mín er að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar og með nýja ferðabanninu er ég að uppfylla þá skuldbindingu,“ segir Donald Trump í tilkynningunni. Fyrra ferðabann hefur verið í gildi undanfarna þrjá mánuði en því var komið á, eftir þref fyrir bandarískum dómstólum, með forsetaúrskurði. Hin svokölluðu nánu tengsl sem útlendingar frá fyrrgreindum bannlöndum þurftu að hafa við Bandaríkjamenn voru ef fólk á foreldra, maka, börn, tengdabörn eða systkini í Bandaríkjunum. Önnur fjölskyldutengsl uppfylla ekki skilyrði ferðabannsins.The US Trump administration places new travel restrictions on eight countries, including North Korea and Venezuela https://t.co/4eNjXAVT8V pic.twitter.com/4pH1lE3P4q— CNN International (@cnni) September 25, 2017 Donald Trump Tjad Tengdar fréttir Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38 Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Löndunum sem hið svokallaða ferðabann Bandaríkjanna tekur til hefur verið fjölgað. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt. Í fyrri útgáfu bannsins var fólki frá Íran, Líbíu, Sýrlandi, Sómalíu, og Jemen meinaður aðgangur að Bandaríkjunum nema það hefði „náin tengsl“ við bandaríska ríkisborgara. Samkvæmt tilkynningunni í nótt hefur Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad verið bætt á listann. Bannið er þó breytilegt eftir löndum og verður komið á í skrefum. Þannig er öllum Norður-Kóreubúum bannað að koma til Bandaríkjanna en námsmenn frá Íran er hleypt inn, að undangengnum ítarlegum prófunum.Making America Safe is my number one priority. We will not admit those into our country we cannot safely vet.https://t.co/KJ886okyfC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Hvíta húsið segir að hið nýja bann „sé mikilvægt skref í átt að innflytjendastefnu sem stendur vörð um öryggi Bandaríkjamanna á tímum hættulegra hryðjuverka og alþjóðlegra glæpa.“ Haft er eftir Bandaríkjaforseta í yfirlýsingunni að ekki sé hægt að „endurtaka fyrri mistök“ í málaflokknum sem hafi bakað Bandaríkjunum áður óþekkt vandræði. „Helst skylda mín er að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar og með nýja ferðabanninu er ég að uppfylla þá skuldbindingu,“ segir Donald Trump í tilkynningunni. Fyrra ferðabann hefur verið í gildi undanfarna þrjá mánuði en því var komið á, eftir þref fyrir bandarískum dómstólum, með forsetaúrskurði. Hin svokölluðu nánu tengsl sem útlendingar frá fyrrgreindum bannlöndum þurftu að hafa við Bandaríkjamenn voru ef fólk á foreldra, maka, börn, tengdabörn eða systkini í Bandaríkjunum. Önnur fjölskyldutengsl uppfylla ekki skilyrði ferðabannsins.The US Trump administration places new travel restrictions on eight countries, including North Korea and Venezuela https://t.co/4eNjXAVT8V pic.twitter.com/4pH1lE3P4q— CNN International (@cnni) September 25, 2017
Donald Trump Tjad Tengdar fréttir Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38 Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38
Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25
Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28