Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 08:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vann varnarsigur. vísir/afp Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira