Fyrsta húðflúrið í 76 ára afmælisgjöf Guðný Hrönn skrifar 12. september 2017 09:30 Húðflúrlistamaðurinn Ívar er búinn að setja tattú á bæði mömmu sína og ömmu. „Hún fékk tattú í 76 ára afmælisgjöf frá mér. Hún var ekki með tattú fyrir en var alveg himinlifandi með þessa gjöf. Hún ákvað svo fyrir nokkrum vikum síðan að skella sér í stutta ferð til Kaupmannahafnar og sækja gjöfina,“ segir Ívar Østerby Ævarsson sem á tattústofu í Kaupmannahöfn. Hann setti tattú á ömmu sína, Eygló Jónu Gunnarsdóttur, um helgina. „Ég er alveg rosalega ánægð. Hann er bara svo svakalega flinkur,“ segir Eygló spurð út í hvernig henni lítist á nýja húðflúrið sitt. „Hún stóð sig eins og hetja, henni fannst þetta bara hálfhlægilegt,“ segir Ívar og hlær þegar hann er spurður út í hvernig amma hafi staðið sig á meðan hann húðflúraði hana. Hann lýsir henni sem ævintýragjarnri.„Nei, þetta var bara smá svona kitl. Ég kveinkaði mér aldrei,“ segir Eygló þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið vont. Hana hefur aldrei langað í tattú í gegnum tíðina að eigin sögn, ekki fyrr en núna. „Nei, aldrei, bara eftir að Ívar fór í þennan bransa. Og hann gaf mér þetta náttúrulega í afmælisgjöf og maður verður að þiggja afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Spurður nánar út í tattúið sem amma hans valdi að fá sér segir Ívar: „Þetta er Lúthersrós sem hún fékk sér í tilefni þess að það eru 500 ár síðan lútherstrú var stofnuð.“ Þess má geta að Eygló var djákni í Selfosskirkju. „Þegar ég var vígð sem djákni þá fékk ég Lúthersrós í glerboxi. Ég tók mynd af henni og Ívar útfærði hana í tattú. Og hann gerði hana miklu flottari,“ segir Eygló. Mamma fékk líka tattúAðspurður hvernig ömmu hans lítist á starfsframann sem hann valdi sér segir Ívar hana vera sátta. „Hún er ánægð með starfið sem ég valdi mér og hún hefur mikinn áhuga. Mamma líka. En fyrst var mamma ekkert rosalega spennt. Þegar ég var 17 eða 18 ára og sagði henni að þetta væri það sem ég vildi gera, þá held ég að hún hafi orðið veik í viku,“ útskýrir Ívar og skellir upp úr.„Mamma fékk sér sitt fyrsta tattú fyrir um tveimur árum, þannig að hún hefur aldeilis snúist við.“ Móðir Ívars, Lísa Björg Ingvarsdóttir, er stolt í dag. „Nei, fyrst leist mér ekki á þetta, en hann er svo listrænn og hefur alltaf verið svo flinkur að teikna. Það er náttúrulega alveg magnað að geta unnið við það sem maður elskar,“ segir Lísa. Húðflúr Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„Hún fékk tattú í 76 ára afmælisgjöf frá mér. Hún var ekki með tattú fyrir en var alveg himinlifandi með þessa gjöf. Hún ákvað svo fyrir nokkrum vikum síðan að skella sér í stutta ferð til Kaupmannahafnar og sækja gjöfina,“ segir Ívar Østerby Ævarsson sem á tattústofu í Kaupmannahöfn. Hann setti tattú á ömmu sína, Eygló Jónu Gunnarsdóttur, um helgina. „Ég er alveg rosalega ánægð. Hann er bara svo svakalega flinkur,“ segir Eygló spurð út í hvernig henni lítist á nýja húðflúrið sitt. „Hún stóð sig eins og hetja, henni fannst þetta bara hálfhlægilegt,“ segir Ívar og hlær þegar hann er spurður út í hvernig amma hafi staðið sig á meðan hann húðflúraði hana. Hann lýsir henni sem ævintýragjarnri.„Nei, þetta var bara smá svona kitl. Ég kveinkaði mér aldrei,“ segir Eygló þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið vont. Hana hefur aldrei langað í tattú í gegnum tíðina að eigin sögn, ekki fyrr en núna. „Nei, aldrei, bara eftir að Ívar fór í þennan bransa. Og hann gaf mér þetta náttúrulega í afmælisgjöf og maður verður að þiggja afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Spurður nánar út í tattúið sem amma hans valdi að fá sér segir Ívar: „Þetta er Lúthersrós sem hún fékk sér í tilefni þess að það eru 500 ár síðan lútherstrú var stofnuð.“ Þess má geta að Eygló var djákni í Selfosskirkju. „Þegar ég var vígð sem djákni þá fékk ég Lúthersrós í glerboxi. Ég tók mynd af henni og Ívar útfærði hana í tattú. Og hann gerði hana miklu flottari,“ segir Eygló. Mamma fékk líka tattúAðspurður hvernig ömmu hans lítist á starfsframann sem hann valdi sér segir Ívar hana vera sátta. „Hún er ánægð með starfið sem ég valdi mér og hún hefur mikinn áhuga. Mamma líka. En fyrst var mamma ekkert rosalega spennt. Þegar ég var 17 eða 18 ára og sagði henni að þetta væri það sem ég vildi gera, þá held ég að hún hafi orðið veik í viku,“ útskýrir Ívar og skellir upp úr.„Mamma fékk sér sitt fyrsta tattú fyrir um tveimur árum, þannig að hún hefur aldeilis snúist við.“ Móðir Ívars, Lísa Björg Ingvarsdóttir, er stolt í dag. „Nei, fyrst leist mér ekki á þetta, en hann er svo listrænn og hefur alltaf verið svo flinkur að teikna. Það er náttúrulega alveg magnað að geta unnið við það sem maður elskar,“ segir Lísa.
Húðflúr Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira