Lífeyrissjóðir gegn fólkinu Sævar Þór Jónsson skrifar 12. september 2017 14:38 Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun