Tók sjúkrabíl klukkutíma að komast á Ólafsfjörð: „Þetta er ófremdarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 22:26 Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Dalvík, sækja sjúklinginn á Ólafsfjörð og flytja hann svo til Siglufjarðar. Það tók því rúman klukkutíma frá því að hringt var á Neyðarlínuna og þar til sjúklingurinn var kominn undir læknishendur. loftmyndir.is Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira