Slóvenar burstuðu Spánverja og eru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2017 20:16 Goran Dragić og Luka Doncic fagna í kvöld. Vísir/EPA Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira