Hlutverk Kínverja og Rússa að svara tilrauninni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2017 06:00 Bandaríkjamenn vilja að Kínverjar og Rússar ráði för. vísir/EPA Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri fyrst og fremst hlutverk yfirvalda í Kína og Rússlandi að reyna að hafa hemil á Norður-Kóreumönnum. „Þau verða að sýna í verki að tilraunir sem þessar eru óásættanlegar,“ sagði Tillerson og bætti því við að enginn flytti meiri olíu til einræðisríkisins en Kína og að enginn græddi meira á nauðungarvinnu norðurkóreskra borgara en Rússar. Kínverjar og Rússar voru hins vegar ekki hrifnir af ummælum Tillersons. Hua Chunying, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði ríki sitt ekki miðpunkt þessara deilna. „Allir aðilar ættu að sýna ábyrgð. Það hjálpar engum að reyna að firra sig ábyrgð.“ Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, tók í sama streng. „Því miður er herská orðræða það eina sem kemur frá Washington.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu sem byggði kosningabaráttu sína á því að lofa bættum samskiptum við norðrið, hélt neyðarfund vegna eldflaugartilraunarinnar. Sagði hann á fundinum að í ljósi aðstæðna væri algjörlega ómögulegt að eiga í vitrænum samræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri fyrst og fremst hlutverk yfirvalda í Kína og Rússlandi að reyna að hafa hemil á Norður-Kóreumönnum. „Þau verða að sýna í verki að tilraunir sem þessar eru óásættanlegar,“ sagði Tillerson og bætti því við að enginn flytti meiri olíu til einræðisríkisins en Kína og að enginn græddi meira á nauðungarvinnu norðurkóreskra borgara en Rússar. Kínverjar og Rússar voru hins vegar ekki hrifnir af ummælum Tillersons. Hua Chunying, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði ríki sitt ekki miðpunkt þessara deilna. „Allir aðilar ættu að sýna ábyrgð. Það hjálpar engum að reyna að firra sig ábyrgð.“ Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, tók í sama streng. „Því miður er herská orðræða það eina sem kemur frá Washington.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu sem byggði kosningabaráttu sína á því að lofa bættum samskiptum við norðrið, hélt neyðarfund vegna eldflaugartilraunarinnar. Sagði hann á fundinum að í ljósi aðstæðna væri algjörlega ómögulegt að eiga í vitrænum samræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira