Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2017 06:00 Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins veltur mjög á gengi flokksins í kosningum. vísir/valli Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52