Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2017 06:00 Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins veltur mjög á gengi flokksins í kosningum. vísir/valli Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52