Kimmel segir handaband þeirra hjóna hafa verið einhver óþægilegustu samskipti hjóna á þessu ári.
Hann fjallaði um handabandið og fær svo elskhuga í salnum til að leika það eftir. Því næst tók hann saman einhver af „elskulegustu“ samskiptum Donald og Melaniu.
Þeir Kimmel og Trump eru ekki miklir vinir, en Kimmel lét forsetann meðal annars heyra það í opnunarræðu Óskarsins fyrr á árinu. Þá hefur Kimmel einnig gagnrýnt forsetann verulega fyrir viðhorf hans til heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna.