Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 13:45 Bill Cassidy, Dean Heller, Lindsey Graham og Ron Johnson kynntu frumvarpið í síðustu viku. Vísir/Getty Önnur tilraun öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare, stendur nú yfir. Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Hægt er að segja að fyrri heilbrigðisfrumvörp repúblikana hafi dáið á skurðarborðinu þegar John McCain kaus gegn því helsta, á eftirminnilegan hátt.Sjá einnig: Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef. Frumvarpið sem er nú til umræðu var samið af þeim Lindsey Graham og Bill Cassidy. Það felur í sér að veita einstökum ríkjum mikið frelsi um hvernig fjármunum frá alríkinu yrði varið. Þá myndi frumvarpið meðal annars fella niður tryggingakerfi sem gengur undir nafninu Medicaid og snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Þar að auki myndi frumvarpið færa fjármuni frá þeim ríkjum sem notast frekar við Obamacare til ríkja sem notast lítið við kerfið. Í grunninn myndi frumvarpið taka peninga frá ríkjum þar sem demókratar eru við völd og færa þá til ríkja þar sem repúblikanar eru við völd. Það er ein af helstu ástæðunum fyrir því að þingmaðurinn Rand Paul er á móti frumvarpinu. „Ég held að þetta sé bara leikur þar sem repúblikanar taka peninga frá ríkjum demókrata. Hvað gerist ef demókratar komast svo til valda,“ sagði Paul.Nokkrir þingmenn eru, samkvæmt frétt Politico, ekki tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og eru óákveðnir. Einungis tvær vikur eru til stefnu, þar sem þingreglur segja til um að ekki verði hægt að leggja fram frumvörp sem snúa að sköttum og fjárlögum ríkisins.Kjósa ekki fyrr en atkvæðin eru komin í hús Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, segir þó að atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en búið sé að tryggja þau 50 atkvæði sem til þarf. Færi atkvæðagreiðslan 50-50 myndi Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við allar tilraunir til að fella niður Obamacare, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar flokknum mistókst að ganga frá Obamacare í júlí þótti það mjög vandræðalegt. Þingmenn flokksins og Donald Trump, forseti, hafa margsinnis lýst því yfir á undanförnum árum að nauðsynlegt væri að koma Obamacare fyrir kattarnef. Þá myndaðist ákveðin gjá á milli þingmanna og forsetans sem kenndi þingheiminum um hvernig fór.Skapar mikla óvissu Demókratar segja frumvarpið vera verra en fyrri tilraunir repúblikana til að fella niður Obamacare og hafa samtök lækna, sjúkrahúsa og sjúklinga nánast einróma lýst því yfir að þau séu á móti frumvarpinu og að það myndi leiða til þess að milljónir manna myndu missa sjúkratryggingar sínar.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, segir hin sjálfstæða stofnun Congressional Budget Office, sem er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, að ekki verði hægt að ljúka við mat á áhrifum frumvarpsins fyrir 30. september. Því er ljóst að mikil óvissa fylgir frumvarpinu og segja demókratar að það væri óeðlilegt að kjósa um frumvarpið áður en matsgerðinni lýkur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Önnur tilraun öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare, stendur nú yfir. Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Hægt er að segja að fyrri heilbrigðisfrumvörp repúblikana hafi dáið á skurðarborðinu þegar John McCain kaus gegn því helsta, á eftirminnilegan hátt.Sjá einnig: Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef. Frumvarpið sem er nú til umræðu var samið af þeim Lindsey Graham og Bill Cassidy. Það felur í sér að veita einstökum ríkjum mikið frelsi um hvernig fjármunum frá alríkinu yrði varið. Þá myndi frumvarpið meðal annars fella niður tryggingakerfi sem gengur undir nafninu Medicaid og snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Þar að auki myndi frumvarpið færa fjármuni frá þeim ríkjum sem notast frekar við Obamacare til ríkja sem notast lítið við kerfið. Í grunninn myndi frumvarpið taka peninga frá ríkjum þar sem demókratar eru við völd og færa þá til ríkja þar sem repúblikanar eru við völd. Það er ein af helstu ástæðunum fyrir því að þingmaðurinn Rand Paul er á móti frumvarpinu. „Ég held að þetta sé bara leikur þar sem repúblikanar taka peninga frá ríkjum demókrata. Hvað gerist ef demókratar komast svo til valda,“ sagði Paul.Nokkrir þingmenn eru, samkvæmt frétt Politico, ekki tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og eru óákveðnir. Einungis tvær vikur eru til stefnu, þar sem þingreglur segja til um að ekki verði hægt að leggja fram frumvörp sem snúa að sköttum og fjárlögum ríkisins.Kjósa ekki fyrr en atkvæðin eru komin í hús Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, segir þó að atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en búið sé að tryggja þau 50 atkvæði sem til þarf. Færi atkvæðagreiðslan 50-50 myndi Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við allar tilraunir til að fella niður Obamacare, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar flokknum mistókst að ganga frá Obamacare í júlí þótti það mjög vandræðalegt. Þingmenn flokksins og Donald Trump, forseti, hafa margsinnis lýst því yfir á undanförnum árum að nauðsynlegt væri að koma Obamacare fyrir kattarnef. Þá myndaðist ákveðin gjá á milli þingmanna og forsetans sem kenndi þingheiminum um hvernig fór.Skapar mikla óvissu Demókratar segja frumvarpið vera verra en fyrri tilraunir repúblikana til að fella niður Obamacare og hafa samtök lækna, sjúkrahúsa og sjúklinga nánast einróma lýst því yfir að þau séu á móti frumvarpinu og að það myndi leiða til þess að milljónir manna myndu missa sjúkratryggingar sínar.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, segir hin sjálfstæða stofnun Congressional Budget Office, sem er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, að ekki verði hægt að ljúka við mat á áhrifum frumvarpsins fyrir 30. september. Því er ljóst að mikil óvissa fylgir frumvarpinu og segja demókratar að það væri óeðlilegt að kjósa um frumvarpið áður en matsgerðinni lýkur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00