Tekin í bólinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. september 2017 06:00 Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun