Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2017 23:46 Töluverður mannfjöldi safnaðist saman í dag til stuðnings DACA-áætluninni svokölluðu. Vísir/afp Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að afnema ekki áætlun sem Obama hrinti í framkvæmd og hlífir ungum, óskráðum innflytjendum í Bandaríkjunum við brottflutningi. DACA-áætlunin svokallaða felur í sér frest á aðgerðum við komu ungra innflytjenda, sem koma ólöglega til Bandaríkjanna, og veitir þeim tímabundið dvalarleyfi í landinu. Áætlunin kemur í veg fyrir brottflutning fjölmargra ungra innflytjenda og gerir þeim kleift að fá vinnu- og námsleyfi í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag.Um að ræða krakka sem þekkja ekki annað heimili Paul Ryan, sitjandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og flokksbróðir Trumps, hvatti í dag Bandaríkjaforseta til að „vinna í“ málinu. Þá sagði hann að „samræður“ hefðu átt sér stað „við Hvíta húsið“ og að Trump væri einnig í hópi þeirra sem vildu leita „mannúðlegrar lausnar við vandamálinu.“Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Vísir/AFP„Fólk er fast í óvissu,“ sagði Ryan. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekki annað land, sem komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekki annað heimili." Með ummælum sínum skipar Ryan sér í fámennan hóp repúblikana sem hafa lýst yfir andstöðu sinni á því að afnema DACA-áætlunina. Fyrirrennari Trumps í embætti, Barack Obama, kom áætluninni á fót árið 2012.Afstaða forsetans til ólöglegra innflytjenda ljós Trump hefur ætíð verið staðfastur í afstöðu sinni gegn innflytjendum. Í kosningabaráttunni til embættis Bandaríkjaforseta í fyrra var kosningaloforð hans um „múrinn“ svokallaða, sem byggja á við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, mjög áberandi. Múrinn á meðal annars að stemma stigu við straumi mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna. DACA-áætlunin hefur hingað til forðað um 750 þúsund ungum innflytjendum frá brottrekstri úr Bandaríkjunum. Þeir sem njóta verndar áætlunarinnar þurfa meðal annarra skilyrða að vera undir þrítugu, vera í skóla eða nýútskrifaðir og framvísa hreinu sakavottorði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að afnema ekki áætlun sem Obama hrinti í framkvæmd og hlífir ungum, óskráðum innflytjendum í Bandaríkjunum við brottflutningi. DACA-áætlunin svokallaða felur í sér frest á aðgerðum við komu ungra innflytjenda, sem koma ólöglega til Bandaríkjanna, og veitir þeim tímabundið dvalarleyfi í landinu. Áætlunin kemur í veg fyrir brottflutning fjölmargra ungra innflytjenda og gerir þeim kleift að fá vinnu- og námsleyfi í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag.Um að ræða krakka sem þekkja ekki annað heimili Paul Ryan, sitjandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og flokksbróðir Trumps, hvatti í dag Bandaríkjaforseta til að „vinna í“ málinu. Þá sagði hann að „samræður“ hefðu átt sér stað „við Hvíta húsið“ og að Trump væri einnig í hópi þeirra sem vildu leita „mannúðlegrar lausnar við vandamálinu.“Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Vísir/AFP„Fólk er fast í óvissu,“ sagði Ryan. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekki annað land, sem komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekki annað heimili." Með ummælum sínum skipar Ryan sér í fámennan hóp repúblikana sem hafa lýst yfir andstöðu sinni á því að afnema DACA-áætlunina. Fyrirrennari Trumps í embætti, Barack Obama, kom áætluninni á fót árið 2012.Afstaða forsetans til ólöglegra innflytjenda ljós Trump hefur ætíð verið staðfastur í afstöðu sinni gegn innflytjendum. Í kosningabaráttunni til embættis Bandaríkjaforseta í fyrra var kosningaloforð hans um „múrinn“ svokallaða, sem byggja á við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, mjög áberandi. Múrinn á meðal annars að stemma stigu við straumi mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna. DACA-áætlunin hefur hingað til forðað um 750 þúsund ungum innflytjendum frá brottrekstri úr Bandaríkjunum. Þeir sem njóta verndar áætlunarinnar þurfa meðal annarra skilyrða að vera undir þrítugu, vera í skóla eða nýútskrifaðir og framvísa hreinu sakavottorði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira