Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 23:58 Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gaf í dag út ljósmyndir af leiðtoga einræðisríkisins, Kim Jong-un, þar sem hann sást yfirfara nýja vetnissprengju, Vísir/afp Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju, enn þróaðra vopn en þau sem hingað til hafa verið smíðuð af ríkinu. Þá á að vera hægt að koma vopninu fyrir á langdrægri eldflaug. BBC greinir frá. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gaf í dag út ljósmyndir af leiðtoga einræðisríkisins, Kim Jong-un, þar sem hann sást yfirfara nýja vetnissprengju, að því er fréttastofan fullyrðir. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af óháðum aðilum. „Stofnuninni [sem þróar kjarnavopn Norður-Kóreu] tókst nýlega að smíða háþróaðra kjarnavopn en gert hefur verið hingað til,“ segir í fréttinni. „Hann (Kim Jong-un) fylgdist með því þegar vetnissprengja var sett inn í nýja langdræga eldflaug (ICMB).“Kim Jong Un with the purported "homemade" H-bomb. #DPRK #nuclear pic.twitter.com/CFAUd7iWiM— Steve Herman (@W7VOA) September 2, 2017 Þá var sprengjunni lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ Sérfræðingar eru flestir sammála um að Norður-Kórea hafi tekið miklum framförum í þróun á kjarnavopnum sínum á síðustu mánuðum og árum. Enn er þó óljóst hvort yfirvöldum hafi tekist að þróa vopn sem hægt er að festa á eldflaug. Norður-Kórea hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim. Nýjasta vopnatilraun Norður-Kóreu var gerð í síðustu viku þegar eldflaug var skotið yfir Japan. Sú eldflaug er talin sú fyrsta í vopnabúri Norður-Kóreu-manna sem gæti mögulega borið kjarnaodd. Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið "fjölmörgum“ skammdrægum flugskeytum í hafið undan austurströnd Kóreu-skaga. 25. ágúst 2017 23:30 Kim Jong-un orðinn þriggja barna faðir Suðurkóreska fréttastofan Yonhap segir frá því að þriðja barn hjónanna hafi komið í heiminn í febrúar síðastliðinn. 29. ágúst 2017 09:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Vill skjóta fleiri eldflaugum í Kyrrahafið Ríkismiðill Norður-Kóreu segir Kim hafa lýst yfir mikilli ánægju með eldflaugaskotið í gær og kallað það mikilvægt skref í því að einangra Gvam. 29. ágúst 2017 23:56 Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. 11. ágúst 2017 18:46 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju, enn þróaðra vopn en þau sem hingað til hafa verið smíðuð af ríkinu. Þá á að vera hægt að koma vopninu fyrir á langdrægri eldflaug. BBC greinir frá. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gaf í dag út ljósmyndir af leiðtoga einræðisríkisins, Kim Jong-un, þar sem hann sást yfirfara nýja vetnissprengju, að því er fréttastofan fullyrðir. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af óháðum aðilum. „Stofnuninni [sem þróar kjarnavopn Norður-Kóreu] tókst nýlega að smíða háþróaðra kjarnavopn en gert hefur verið hingað til,“ segir í fréttinni. „Hann (Kim Jong-un) fylgdist með því þegar vetnissprengja var sett inn í nýja langdræga eldflaug (ICMB).“Kim Jong Un with the purported "homemade" H-bomb. #DPRK #nuclear pic.twitter.com/CFAUd7iWiM— Steve Herman (@W7VOA) September 2, 2017 Þá var sprengjunni lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ Sérfræðingar eru flestir sammála um að Norður-Kórea hafi tekið miklum framförum í þróun á kjarnavopnum sínum á síðustu mánuðum og árum. Enn er þó óljóst hvort yfirvöldum hafi tekist að þróa vopn sem hægt er að festa á eldflaug. Norður-Kórea hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim. Nýjasta vopnatilraun Norður-Kóreu var gerð í síðustu viku þegar eldflaug var skotið yfir Japan. Sú eldflaug er talin sú fyrsta í vopnabúri Norður-Kóreu-manna sem gæti mögulega borið kjarnaodd.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið "fjölmörgum“ skammdrægum flugskeytum í hafið undan austurströnd Kóreu-skaga. 25. ágúst 2017 23:30 Kim Jong-un orðinn þriggja barna faðir Suðurkóreska fréttastofan Yonhap segir frá því að þriðja barn hjónanna hafi komið í heiminn í febrúar síðastliðinn. 29. ágúst 2017 09:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Vill skjóta fleiri eldflaugum í Kyrrahafið Ríkismiðill Norður-Kóreu segir Kim hafa lýst yfir mikilli ánægju með eldflaugaskotið í gær og kallað það mikilvægt skref í því að einangra Gvam. 29. ágúst 2017 23:56 Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. 11. ágúst 2017 18:46 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00
Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið "fjölmörgum“ skammdrægum flugskeytum í hafið undan austurströnd Kóreu-skaga. 25. ágúst 2017 23:30
Kim Jong-un orðinn þriggja barna faðir Suðurkóreska fréttastofan Yonhap segir frá því að þriðja barn hjónanna hafi komið í heiminn í febrúar síðastliðinn. 29. ágúst 2017 09:58
Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09
Vill skjóta fleiri eldflaugum í Kyrrahafið Ríkismiðill Norður-Kóreu segir Kim hafa lýst yfir mikilli ánægju með eldflaugaskotið í gær og kallað það mikilvægt skref í því að einangra Gvam. 29. ágúst 2017 23:56
Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. 11. ágúst 2017 18:46