Fyrr í dag gaf hann í skyn að bregðast þyrfti við áframhaldandi kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna með hernaðaraðgerðum. Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt vetnissprengju í tilraunaskyni en sprengjan var sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa.
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að unnið sé að koma á reglugerð sem auki efnahagsþvinganir gegn Norður-Kóreu. Hugmyndin er að þau ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu verði meinað að eiga viðskipti við Bandaríkin.
Stærsta innflutningsþjóð Bandaríkjanna verslar við Norður-Kóreu
Trump gagnrýndi Kína fyrir aukin viðskipti þeirra við einræðisríkið síðastliðinn júlí. Sagði hann að sú aukning hafi numið nærri því 40 prósentum á fyrsta fjórðungi ársins, þrátt fyrir miklar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu.
Kína er stærsta innflutningsþjóð Bandaríkjanna. Myndi reglugerðin því hafa mikil áhrif á bæði löndin.
The United States is considering, in addition to other options, stopping all trade with any country doing business with North Korea.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2017