Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 20:17 James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag vegna nýjustu vopnatilraunar Norður-Kóreu. Vísir/afp Allri ógn við öryggi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra verður mætt með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum.“ Þetta er haft eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna James Mattis í kjölfar fundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta við þjóðaröryggishóp Bandaríkjanna í dag. Fundað var vegna nýjustu vopnatilraunar Norður-Kóreu sem talin er sú öflugasta hingað til. Mattis ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína, Suður-Kóreu og Japan. Þá bætti hann við að skuldbindingar Bandaríkjanna þess efnis væru „óhagganlegar.“ „Ógn við Bandaríkin eða sjálstjórnarumdæmi þeirra, þar á meðal Guam, eða bandamenn okkar verður mætt með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum, aðgerðum sem munu bæði skila árangri og reynast yfirgnæfandi.“ Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynntu í byrjun þessa mánaðar að þau íhuguðu nú að skjóta eldflaugum í átt að herstöðvum Bandaríkjanna í Guam.Sjá einnig: Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt vetnissprengju í tilraunaskyni en sprengjan var sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa. Þá segja yfirvöld í Norður-Kóreu að hægt verði að festa sprengjuna á langdræga eldflaug. Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú meðal annars að skera á viðskiptasambönd Bandaríkjanna við þau lönd sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Bandaríkin hætti viðskiptum við viðskiptaþjóðir Norður-Kóreu Donald Trump íhugar að meina ríkjum sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu að stunda viðskipti við Bandaríkin. 3. september 2017 17:15 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Allri ógn við öryggi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra verður mætt með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum.“ Þetta er haft eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna James Mattis í kjölfar fundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta við þjóðaröryggishóp Bandaríkjanna í dag. Fundað var vegna nýjustu vopnatilraunar Norður-Kóreu sem talin er sú öflugasta hingað til. Mattis ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína, Suður-Kóreu og Japan. Þá bætti hann við að skuldbindingar Bandaríkjanna þess efnis væru „óhagganlegar.“ „Ógn við Bandaríkin eða sjálstjórnarumdæmi þeirra, þar á meðal Guam, eða bandamenn okkar verður mætt með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum, aðgerðum sem munu bæði skila árangri og reynast yfirgnæfandi.“ Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynntu í byrjun þessa mánaðar að þau íhuguðu nú að skjóta eldflaugum í átt að herstöðvum Bandaríkjanna í Guam.Sjá einnig: Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt vetnissprengju í tilraunaskyni en sprengjan var sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa. Þá segja yfirvöld í Norður-Kóreu að hægt verði að festa sprengjuna á langdræga eldflaug. Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú meðal annars að skera á viðskiptasambönd Bandaríkjanna við þau lönd sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Bandaríkin hætti viðskiptum við viðskiptaþjóðir Norður-Kóreu Donald Trump íhugar að meina ríkjum sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu að stunda viðskipti við Bandaríkin. 3. september 2017 17:15 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58
Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12
Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14
Bandaríkin hætti viðskiptum við viðskiptaþjóðir Norður-Kóreu Donald Trump íhugar að meina ríkjum sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu að stunda viðskipti við Bandaríkin. 3. september 2017 17:15