Kona var handtekin í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi, grunuð um heimilsofbeldi. Konan var flutt í fangageymslu en við leit á henni fundust ætluð fíkniefni í yfirhöfn konunnar. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort hún hafi beitt maka sinn eða börn ofbeldi.
Karlmaður var sömuleiðis handtekinn í Grafarholti skömmu eftir klukkan 3 í nótt, einnig grunaður um heimilisofbeldi. Hann var jafnframt fluttur í fangageymslu meðan mál hans er til rannsóknar. Ekki segir frá afdrifum þolenda í því máli í dagbók lögreglunnar.
Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir grunaðir um að hafa ekið ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna.
Tvö handtekin vegna heimilisofbeldis
Stefán Ó. Jónsson skrifar
