Elvar: Má ekkert klikka gegn svona liði 5. september 2017 13:08 Elvar Már í barátunni í dag. Vísir/Getty Elvar Már Friðriksson spilaði á köflum vel þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 102-75, á EM í körfubolta í dag. Elvar spilaði í sautján mínútur og skoraði sjö stig auk þess sem hann gaf þrjár stoðsendingar. „Við byrjuðum þennan leik hrikalega vel og við vorum yfir í góðan part fyrri hálfleiks,“ sagði Elvar við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis, en Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta. „En svo um leið og maður hættir að hitta og gerir mistök gegn svona liðum þá refsa þeir um leið.“ Hann segir að menn eins og Goran Dragic og Luka Doncic séu í heimsklassa og það megi ekkert klikka gegn þeim. „Þeir refsa manni þá um leið. En við viljum auðvitað allir leggja okkar af mörkum og berjast fyrir landið okkar. Við viljum gera vel og ná sigri en þessar þjóðir eru bara betri en við núna, það verður að viðurkennast.“ Elvar Már nýtti sínar mínútur vel í dag og spilaði meira en í fyrri leikjum Íslands á mótinu. „Ég nýt mínar mínútur eins vel og ég get og legg mig fram eins og aðrir,“ sagði hann hógvær. Tryggvi Snær Hlinason fær einnig sínar mínútur en stundum gengur illa að finna hann undir körfunni. Elvar sagði það stundum erfitt þegar hann er að berjast við stóra menn sjálfur undir körfunni. „Eftir nokkur ár þá förum við að leita meira að Tryggva. Það má ekki gleyma því að hann er nýbyrjaður í körfubolta og er að standa sig hrikalega vel. Framtíðin er björt hjá honum og íslenska liðinu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu verður gegn heimamönnum á morgun. „Það verður barátta. Við ætlum að leggja allt í sölurnar og ná sigri fyrir framan fimmtán þúsund manns. Það væri tilvalið.“ Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Elvar Má má sjá hér fyrir neðan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Elvar Már Friðriksson spilaði á köflum vel þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 102-75, á EM í körfubolta í dag. Elvar spilaði í sautján mínútur og skoraði sjö stig auk þess sem hann gaf þrjár stoðsendingar. „Við byrjuðum þennan leik hrikalega vel og við vorum yfir í góðan part fyrri hálfleiks,“ sagði Elvar við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis, en Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta. „En svo um leið og maður hættir að hitta og gerir mistök gegn svona liðum þá refsa þeir um leið.“ Hann segir að menn eins og Goran Dragic og Luka Doncic séu í heimsklassa og það megi ekkert klikka gegn þeim. „Þeir refsa manni þá um leið. En við viljum auðvitað allir leggja okkar af mörkum og berjast fyrir landið okkar. Við viljum gera vel og ná sigri en þessar þjóðir eru bara betri en við núna, það verður að viðurkennast.“ Elvar Már nýtti sínar mínútur vel í dag og spilaði meira en í fyrri leikjum Íslands á mótinu. „Ég nýt mínar mínútur eins vel og ég get og legg mig fram eins og aðrir,“ sagði hann hógvær. Tryggvi Snær Hlinason fær einnig sínar mínútur en stundum gengur illa að finna hann undir körfunni. Elvar sagði það stundum erfitt þegar hann er að berjast við stóra menn sjálfur undir körfunni. „Eftir nokkur ár þá förum við að leita meira að Tryggva. Það má ekki gleyma því að hann er nýbyrjaður í körfubolta og er að standa sig hrikalega vel. Framtíðin er björt hjá honum og íslenska liðinu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu verður gegn heimamönnum á morgun. „Það verður barátta. Við ætlum að leggja allt í sölurnar og ná sigri fyrir framan fimmtán þúsund manns. Það væri tilvalið.“ Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Elvar Má má sjá hér fyrir neðan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik