Tímabilið gæti verið búið hjá Halldóri Orra Björnssyni, leikmanni FH, eftir að hann meiddist á fingri í leik Stjörnunnar og FH í ágúst.
Halldór Orri festi tvo fingur á milli auglýsingaskilta á Samsungvellinum og slitnaði við það sin í vísifingri hans.
Sjá einnig: Pepsi-mörkin: Halldór Orri festi puttanna á milli auglýsingaskilta | Myndband
„Það kom í ljós að sin í vísifingrinum slitnaði og ég þurfti að fara í aðgerð daginn eftir leikinn við Stjörnuna. Ég er með spelku sem ég þarf að vera með næstu vikurnar og það er ekki víst hvort ég nái að spila eitthvað meira á þessu tímabili,“ sagði Halldór í viðtali við mbl.is
„Þetta var algjör óheppni. Ég lenti á fleygiferð á auglýsingaskiltinu fyrir utan völlinn og það festust tveir puttar á milli þeirra. Langatöngin slapp ágætlega en sinin gaf sig á vísifingrinum. Ég hitti lækninn á vikufresti og staðan er tekin eftir það. Vonandi næ ég að spila meira áður en tímabilið er búið en það er alls ekki víst. Læknirinn sagði mér að það væri hætti á að sinin muni slitna aftur ef ég fer of snemma af stað svo ég verð að fara varlega.“
FH er í 4. sæti Pepsi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. FH á þó leik til góða, og eru því fræðilega enn í möguleika að ná Íslandsmeistaratitlinum af Valsmönnum sem eru 12 stigum fyrir ofan Hafnfirðinga í efsta sætinu.
Halldór Orri gæti verið frá út tímabilið
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn





Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
