Tígurinn vann enn einn sigurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2017 08:00 Tígurinn Suheil al-Hassan er margverðlaunaður hershöfðingi. Sýrlenska stjórnarhernum, undir stjórn Tígursins svokallaða, tókst í gærkvöld að brjóta á bak aftur umsátur liðsmanna Íslamska ríkisins um borgina Deir ez-Zur í austurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint i fréttum ríkissjónvarpsstöðvar landsins en samtökin hafa setið um borgina síðastliðin þrjú ár. Hjálparsamtökin Sýrlenska mannréttindavaktin hafa staðfest að hermenn á vegum stjórnvalda væru komnir að útjaðri borgarinnar eftir hörð átök í gærkvöldi. Varnir ISIS-liða brustu í nótt og gerði það stjórnarhernum kleift að aftengja jarðsprengjur sem komið hafði verið fyrir við herstöð í borginni. Hermenn sem varið höfðu stöðina voru frelsinu fegnir þegar liðsaukinn barst. Sigur stjórnarhersins í gær er einn fjöldamargra sem hermenn hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafa fagnað á síðustu vikum og mánuðum. Er það ekki síst fyrir tilstuðlan loftárasa Rússa og aðstoðar Hesbollah sem sýrlenski stjórnarherinn hefur bætt við sig miklu landssvæði á síðustu dögum. Í tilkynningu frá hernum segir að sigurinn í gær sé vendipunktur í baráttunni gegn hryðjuverkum og að borgin verði nýtt sem „stökkpallur fyrir frekari hernaðarsigra á svæðinu.“ Hershöfðinginn Suheil al-Hassan, sem oftar en ekki er kallaður Tígurinn, fór fyrir aðgerðunum í nótt en sveitir á hans vegum hafa unnið stóra sigra síðastliðin ár í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Má þar nefna þegar stjórnarhernum tókst að ná austurhluta Aleppoborgar aftur á sitt vald í desember í fyrra - sem alla jafna er talinn stærsti stigur frá upphafi borgarastyrjaldarinnar árið 2011. Sýrland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Sýrlenska stjórnarhernum, undir stjórn Tígursins svokallaða, tókst í gærkvöld að brjóta á bak aftur umsátur liðsmanna Íslamska ríkisins um borgina Deir ez-Zur í austurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint i fréttum ríkissjónvarpsstöðvar landsins en samtökin hafa setið um borgina síðastliðin þrjú ár. Hjálparsamtökin Sýrlenska mannréttindavaktin hafa staðfest að hermenn á vegum stjórnvalda væru komnir að útjaðri borgarinnar eftir hörð átök í gærkvöldi. Varnir ISIS-liða brustu í nótt og gerði það stjórnarhernum kleift að aftengja jarðsprengjur sem komið hafði verið fyrir við herstöð í borginni. Hermenn sem varið höfðu stöðina voru frelsinu fegnir þegar liðsaukinn barst. Sigur stjórnarhersins í gær er einn fjöldamargra sem hermenn hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafa fagnað á síðustu vikum og mánuðum. Er það ekki síst fyrir tilstuðlan loftárasa Rússa og aðstoðar Hesbollah sem sýrlenski stjórnarherinn hefur bætt við sig miklu landssvæði á síðustu dögum. Í tilkynningu frá hernum segir að sigurinn í gær sé vendipunktur í baráttunni gegn hryðjuverkum og að borgin verði nýtt sem „stökkpallur fyrir frekari hernaðarsigra á svæðinu.“ Hershöfðinginn Suheil al-Hassan, sem oftar en ekki er kallaður Tígurinn, fór fyrir aðgerðunum í nótt en sveitir á hans vegum hafa unnið stóra sigra síðastliðin ár í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Má þar nefna þegar stjórnarhernum tókst að ná austurhluta Aleppoborgar aftur á sitt vald í desember í fyrra - sem alla jafna er talinn stærsti stigur frá upphafi borgarastyrjaldarinnar árið 2011.
Sýrland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira