Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 22:03 Lögmaður Trump yngri segir hann þakklátan fyrir að fá tækifæri til að hjálpa þingnefndinni. Vísir/AFP Donald Trump yngri, elsti sonur Bandaríkjaforseta, svarar spurningum fulltrúa í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Nefndin rannsakar ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs í fyrra.Reuters-fréttastofan segir að Trump yngri hafi verið boðið að bera vitni fyrir opnum dyrum í júlí en að hann hafi komist að samkomulagi við nefndarmenn um að ræða við þá fyrir luktum dyrum síðar. Nokkrar þingnefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú afskipti Rússa af kosningunum og hvort að þeir hafi mögulega átt samráð við bandamenn Trump þegar hann var frambjóðandi. Bandaríska leyniþjónustan segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar til að tryggja kjör Trump. Meint samráð er einnig til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um ClintonTrump yngri komst í sviðsljósið í tengslum við rannsóknina fyrr í sumar þegar í ljós kom að hann hefði samþykkt og komið á fundi með rússneskum lögmanni sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Honum hafði jafnframt verið sagt í tölvupósti að það væri liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump eldri. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Búist er við að Trump yngri komi einnig fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar síðar á þessu ári til að svara spurningum um samskipti framboðsins við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Donald Trump yngri, elsti sonur Bandaríkjaforseta, svarar spurningum fulltrúa í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Nefndin rannsakar ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs í fyrra.Reuters-fréttastofan segir að Trump yngri hafi verið boðið að bera vitni fyrir opnum dyrum í júlí en að hann hafi komist að samkomulagi við nefndarmenn um að ræða við þá fyrir luktum dyrum síðar. Nokkrar þingnefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú afskipti Rússa af kosningunum og hvort að þeir hafi mögulega átt samráð við bandamenn Trump þegar hann var frambjóðandi. Bandaríska leyniþjónustan segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar til að tryggja kjör Trump. Meint samráð er einnig til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um ClintonTrump yngri komst í sviðsljósið í tengslum við rannsóknina fyrr í sumar þegar í ljós kom að hann hefði samþykkt og komið á fundi með rússneskum lögmanni sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Honum hafði jafnframt verið sagt í tölvupósti að það væri liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump eldri. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Búist er við að Trump yngri komi einnig fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar síðar á þessu ári til að svara spurningum um samskipti framboðsins við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41