Innlent

Slasaði tvo og skildi bílinn eftir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan leitar enn ökumannsins.
Lögreglan leitar enn ökumannsins. Vísir/Eyþór
Lögreglan þurfti að óska eftir dráttarþjónustu í nótt eftir að ekið hafði verið á bíl á gatnamótum Skarphéðinsgötu og Gunnarsbrautar. Ökumaður bifreiðarinnar sem olli umferðaróhappinu yfirgaf vettvanginn og skildi bílinn eftir á slysstað.

Í samtali við lögreglu kvörtuðu ökumaður og farþegi í bifreiðinni sem ekið var á undan eymslum í hálsi og höfði. Bíll tjónvaldsins var fluttur af vettvangi en ekkert hefur spurst til hans síðan á öðrum tímanum í nótt.

Þá var lögreglan einnig kölluð á slysadeild laust eftir klukkan 3 í nótt þar sem karlmaður var í annarlegu ástandi. Hafði hann verið með læti og leiðindi að sögn lögreglunnar og var honum gert að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeim var báðum sleppt að lokinni sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×