Datt og meiddist þegar hann klifraði upp í kerru til þess að flýja hund Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2017 11:41 Óvenju mikið var um umferðarslys og óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Vísir/Eyþór Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin. Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin.
Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira