99 ára gamalli konu neitað um pláss á hjúkrunarheimili Þórdís Valsdóttir skrifar 9. september 2017 15:00 Í reglugerð um færni- og heilsumat þurfa önnur úrræði að hafa verið reynd svo hægt sé að sækja um dvöl á hjúkrunarheimili. Vísir/Vilhelm 99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira